Ingimundur Jónsson (Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. september 2015 kl. 20:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2015 kl. 20:31 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingimundur Jónsson á Hvoli við Heimagötu fæddist 20. október 1843 í Breiðabólstaðarsókn og lést 26. nóvember 1918.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Berjanesi í V-Landeyjum, f. 16. ágúst 1812, d. 14. mars 1897 og Guðbjörg Þorvaldsdóttir vinnukona, f. 1811, d. 16. nóvember 1899.

Ingimundur var með móður sinni í vinnumennsku hennar 1845, með henni í vinnumennsku hjá föður sínum í Berjanesi 1850 og 1860, vinnumaður á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1870.
Hann var bóndi á Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum 1880 og enn 1901.
Hann fluttist ásamt Kristínu konu sinni og tveim dætrum að Hvoli 1908.
1910 bjó fjölskyldan á Hvoli hjá Magnúsi Ingimundarsyni syni hjónanna, en hann drukknaði 10. janúar 1912 með Sigurði í Frydendal og 4 öðrum skipverjum af v.b. Íslandi í Höfninni.
Ingimundur lést 1918 á Hvoli.

Kona Ingimundar, (13. maí 1872), var Kristín Hreinsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1843, d. 19. desember 1934.
Börn þeirra hér:
1. Margrét Ingimundardóttir, f. 19. ágúst 1868, d. 15. nóvember 1958.
2. Guðlaug Ingimundardóttir, f. í febrúar 1877, d. 16. nóvember 1884.
3. Jónína Sigríður Ingimundardóttir, f. 15. apríl 1878, d. 14. október 1956.
4. Magnús Ingimundarson, f. 24. apríl 1879, drukknaði 10. janúar 1912.
5. Barn dáið fyrir 1910.
Fóstursonur þeirra var
6. Guðmundur Guðmundsson vélamaður, f. 20. júní 1893, d. 11. mars 1921.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.