Ingigerður Jónsdóttir (Sjólyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ingigerður Jónsdóttir vinnukona frá Þorlaugargerði fæddist 4. desember 1857 í Sjólyst og lést 4. mars 1907.
Foreldrar hennar voru Jón Árnason í Sjólyst, bóndi í Þorlaugargerði, f. 28. mars 1829 í Dúðu í Fljótshlíð, d. 9. janúar 1892 og kona hans Þuríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1829 á Kirkjubæ, d. 31. október 1903.

Ingigerður var með foreldrum sínum í Sjólyst í fyrstu, síðan í Þorlaugargerði og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1873, var hjá þeim í Þóroddsholti þar 1880, í Króki við Bræðraborgarstíg 1890 og 1901, og þar lést hún ,,ógift stúlka“ 1907.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.