Ingigerður Guðmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ingigerður Guðmundsdóttir.

Ingigerður Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari fæddist 26. janúar 1966 í Eyjum. Foreldrar hennar eru Guðmundur Helgi Guðjónsson bifvélavirkjameistari , f. 1947, og k.h. Inga Dóra Þorsteinsdóttir, f. 1946.

Ingigerður varð stúdent 1986, lauk BSc-prófi í sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands í júní 1991.
Hún vann hjá launadeild Fjármálaráðuneytisins frá júní 1986 - ágúst 1987. Hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra við almenna þjálfun og þjálfun barna vann hún frá júní 1991- apríl 1996, hjá Sjúkraþjálfuninni Ártúnshöfða frá jan 1997- okt. 1998.
Ingigerður hóf rekstur eigin stofu undir nafninu „Sjúkraþjálfunin Heil og Sæl s.f.“ í Hraunbæ 9. nóvember 1998, ásamt Margréti H. Indriðadóttur.
Hún sat í undirbúningsnefnd um stofnun stéttarfélags sjúkraþjálfara 1995.

Maki, sambýlismaður: Elías Jóhannesson þjónustufulltrúi í Rvk, f. 20. marz 1967. Foreldrar: Þorleifur Jóhannes Guðmundsson Laxdal bifreiðastjóri í Rvk, f. 1945 og k.h. Gyða Björg húsmóðir og lyfjatæknir, f. 1947. Börn: Gyða Björg, f. 17. júlí 1993 í Rvk; Eyþór, f. 11. apríl 1996 í Rvk; Ingvar, f. 15. febr. 2004 í Rvk.



Heimildir

  • Upphaflegu greinina skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson
  • Pers.
  • Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.