Ingigerður Bjarnadóttir (Lágafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingigerður Bjarnadóttir úr Útskálasókn í Gull., húsfreyja fæddist þar 23. nóvember 1873 og lést 25. október 1949.
Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason sjómaður, f. 20. september 1840, d. 9. ágúst 1910, og kona hans Ástríður Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 30. október 1833, d. 3. júlí 1887.

Ingigerður var með foreldrum sínum í þurrabúð nr. 19 í Keflavík 1880, en móðir hennar lést, er Ingigerður var á 14. árinu.
Hún var vinnukona í Ytri-Njarðvík 1890, bústýra á Hótelinu í Keflavík 1901, flutti til Eyja 1907.
Þau Magnús giftu sig 1907, eignuðust fimm börn, en misstu fyrsta barnið tveggja ára. Þau bjuggu á Lágafelli 1910 og síðan.
Ingigerður lést 1949 og Magnús 1956.

I. Maður Ingigerðar, (1907), var Magnús Árnason sjómaður, umboðsmaður, f. 22. apríl 1885 í Görðum í Mýrdal, d. 18. apríl 1956.
Börn þeirra:
1. Hanna Ragnheiður Magnúsdóttir, f. 2. desember 1908, d. 25. desember 1910.
2. Ottó Svan Magnússon sjómaður, vélstjóri, f. 3. desember 1911, d. 3. mars 1951.
3. Árni Ragnar Magnússon prentari, f. 17. maí 1914, d. 17. ágúst 1976.
4. Bjarni Gunnar Magnússon bankaritari, f. 26. október 1917, d. 2. október 1984.
5. Högni Magnússon, f. 18. júní 1921, d. 10. október 1994. Kona hans Kristín Magnusdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.