Ingibjörg Sigurðardóttir (Hjarðarholti)

From Heimaslóð
Revision as of 15:22, 11 March 2021 by Viglundur (talk | contribs) (Viglundur færði Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir á Ingibjörg Sigurðardóttir (Hjarðarholti))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir í Hjarðarholti fæddist 2. september 1851 á Keldum, (þá í Mosfellssveit) og lést 4. júní 1921.
Foreldrar hennar voru Sigurður Bjarnason bóndi í Grófargili á Langholti í Skagafirði, síðar í Mosfellssveit og Reykjavík, f. um 1812 á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi, Skagaf., d. 1899 á Syðstu-Grund í Reykjavík, og síðari kona hans Sigríður Hannesdóttir húsfreyja, f. 1824 á Reykjarhóli hjá Víðimýri í Skagaf., d. 1893 á Syðstu-Grund í Reykjavík.

Ingibjörg var hjá foreldrum sínum á Keldum 1851-1856, á Minna Mosfelli í Mosfellssveit 1856-1868, vinnukona í Egilshúsi í Reykjavík 1880, vinnukona hjá foreldrum sínum og síðan föður sínum á Syðstu-Grund 1884-1897.
Hún fluttist til Eyja 1910, var hjú hjá Þuríði dóttur sinni og Vilmundi.
,,Ingibjörg var talin forspá, sagði oft fyrir aflabrögð í Eyjum og þótti ganga mekilega eftir,“ (Skagf. æviskrár).
Ingibjörg eignaðist barn með Gunnlaugi 1882, tvö börn með Páli, annað 1890 hitt 1893.
Ingibjörg lést 1921.

I. Barnsfaðir hennar var Gunnlaugur Stefánsson prentari, kaupmaður í Reykjavík, f. 29. maí 1854, síðar í Vesturheimi.
Barn þeirra:
1. Emilía Gunnlaugsdóttir, f. 3. september 1882, d. 17. ágúst 1896.

II. Barnsfaðir Ingibjargar var Páll Ólafsson múrari í Reykjavík, f. 11. nóvember 1872, d. 6. apríl 1926.
Börn þeirra:
2. Pálína Þuríður Pálsdóttir húsfreyja í Hjarðarholti, f. 23. júlí 1890, d. 17. nóvember 1945. Maður hennar Vilmundur Friðriksson.
3. Albert Guðbjartur Pálsson vinnuhjú í Eyjum, verkamaður í Reykjavík, f. 11. september 1893, d. 17. nóvember 1971. Kona hans Ragnhildur Sumarlína Magnúsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890, bók VI. Margir höfundar, en aðalhöfundur Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.