Ingibjörg Sæmundsdóttir (Seljalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þórdís Ingibjörg Sæmundsdóttir húsfreyja á Seljalandi fæddist 15. mars 1885 á Eyrarbakka og lést 16. júní 1986.
Foreldrar hennar voru Sæmundur Bárðarson frá Hemru í Skaftártungu, sjómaður á Eyrarbakka, f. 13. desember 1848, drukknaði 21. apríl 1886, og kona hans Oddný Jónsdóttir frá Fit u. V-Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 1. nóvember 1857, d. 9. mars 1952.

Faðir Ingibjargar drukknaði, er hún var eins árs.
Hún var tökubarn með ekkjunni og vinnukonunni móður sinni á Fit 1890, vinnukona í Efra-Holti u. Eyjafjöllum 1901, á Fit 1910. Þar voru þá Kort Elísson leigjandi og barn þeirra Óskar. Hún eignaðist Elínu með Kort 1909 á Fitjamýri, en hún fór í fóstur til Guðnýjar Þorbjörnsdóttur á Fitjamýri.
Hún var vinnukona á Fit 1920 með Óskar hjá sér, fluttist til Eyja 1925 með hann. Þau bjuggu í Sigtúni 1927, á Seljalandi 1930.
Þau Óskar fluttust úr bænum og til Akraness, þar sem Ingibjörg dvaldi síðan. Hún lést 1986, 101 árs að aldri.

I. Barnsfaðir Ingibjargar var Kort Elísson lausamaður, vinnumaður, bóndi, sjómaður, f. 8. ágúst 1883, d. 8. ágúst 1944. Foreldrar hans voru Elí Hjörleifsson bóndi á Miðskála u. Eyjafjöllum, f. 18. janúar 1848, d. 22. júní 1924 og Guðlaug Híerónýmusdóttir, f. 9. maí 1853, d. 9. september 1931.
Börn þeirra:
1. Óskar Kortsson vélvirki á Akranesi, f. 2. október 1907, d. 11. nóvember 1987.
2. Elín Kortsdóttir, f. 3. nóvember 1909, d. 4. júlí 1930.

II. Barnsfaðir hennar var Kristján Sigurður Sigurðsson bóndi í Steinmóðarbæ í V.Eyjafjallahreppi, f. 10. nóvember 1895, d. 11. júní 1981 í Reykjavík.
Barn þeirra:
3. Baldvin Sigurðsson bóndi og bifreiðastjóri á Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum, f. 9. október 1916 u. Eyjafjöllum, d. 9. júlí 2011 á Kirkjubæjarklaustri.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Æviskrár Akurnesinga. Ari Gíslason. Sögufélag Borgfirðinga.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.