Ingibjörg Kristjánsdóttir (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. september 2017 kl. 16:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. september 2017 kl. 16:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ingibjörg Kristjánsdóttir (Sólheimum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ingibjörg Kristjánsdóttir.

Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Sólheimum vinnukona, síðar húsfreyja í Miðkoti í Fljótshlíð fæddist 26. desember 1891 á Voðmúlastöðum í Landeyjum og lést 5. október 1970.
Foreldrar hennar voru Kristján Fídelíus Jónsson bóndi á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum og í Auraseli í Fljótshlíðarhreppi, f. 23. mars 1857, d. 4. maí 1937, og kona hans Bóel Erlendsdóttir húsfreyja, bóndi, f. 18. júní 1857, d. 2. september 1936.

Börn Bóelar og Kristjáns í Eyjum voru:
1. Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja á Sólheimum, síðar á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 30. september 1885, d. 12. mars 1958.
2. Guðleif Kristjánsdóttir húsfreyja á Jaðri, f. 13. október 1886, d. 22. janúar 1917.
3. Erlendur Kristjánsson smiður á Landamótum, f. 7. desember 1887, d. 11. september 1931.
4. Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja á Ekru, síðan í Reykjavík, f. 23. júní 1889, d. 8. júní 1960.
5. Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 26. desember 1891, d. 5. október 1970.
6. Nói Kristjánsson trésmiður, skósmiður á Sólheimum, f. 14. janúar 1894, d. 21. nóvember 1966.

Ingibjörg var í fóstri hjá Guðrúnu Þorsteinsdóttur og Sigurði Ólafssyni bændum að Snotru í A-Landeyjum frá 5 ára aldri og fram yfir fermingu, en fluttist þá að Hallgeirsey þar og var vinnukona til 1914 er hún fluttist til Eyja. Hún var vinnukona í Nýborg í lok ársins með barnið Kristbjörgu Lilju.
Ingibjörg fluttist til foreldra sinna að Auraseli í Fljótshlíðarhreppi með Lilju 1915, var þar til heimilis 1920, en var gestur á Sólheimum í Eyjum í lok ársins.
Hún giftist Ísleifi 1923. Þau tóku við búi foreldra hans í Miðkoti og bjuggu þar, en fluttust að Hvolsvelli 1942.
Ingibjörg lést 1970 og Ísleifur 1981.

I. Barnsfaðir Ingibjargar var Árni Sigfússon kaupmaður, f. 31. júlí 1887, d. 7. mars 1948.
Barn þeirra var
1. Kristbjörg Lilja Árnadóttir húfreyja, f. 21. mars 1914 á Sólheimum, d. 17. janúar 1985.

II. Maður Ingibjargar, (16. júní 1923), var Ísleifur Sveinsson bóndi, trésmiður, f. 18. júní 1900 á Úlfsstöðum í A-Landeyjum, d. 21. apríl 1981. Hann var bróðir Jóhönnu Sveinsdóttur húsfreyju á Hæli, síðari konu Hannesar Hreinssonar.
Börn þeirra:
2. Sveinn Ísleifsson lögregluvarðstjóri á Hvolsvelli, f. 22. ágúst 1923, d. 22. júlí 1989.
3. Margrét Jóna Ísleifsdóttir húsfreyja í Reykjavík, skrifstofumaður, f. 8. október 1924.
4. Bóel Ísleifsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Kópavogi, starfsstúlka, f. 13. apríl 1926.
5. Kristín Ísleifsdóttir húsfreyja í Reykjavík, skrifstofumaður, f. 3. desember 1927, d. 23. apríl 2010.
6. Ísbjörg Ísleifsdóttir húsfreyja í Reykjavík, ráðskona, f. 14. apríl 1929.
7. Guðrún Ísleifsdóttir starfsstúlka, háskólastúdent, höfundur bókarinnar Handan árbakkans, f. 12. september 1930.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bóel Ísleifsdóttir, munnl. heimild.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 10. október 1970. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. IV. bók, bls. 115. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.