Ingibjörg Einarsdóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 20:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 20:12 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Einarsdóttir vinnukona frá Norðurgarði fæddist 8. mars 1854 og lést 24. apríl 1905.
Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson bóndi á Steinsstöðum og barnsmóðir hans Valgerður Jónsdóttir frá Norðurgarði.

Bróðir Ingibjargar var
1. Jón Einarsson á Garðstöðum, f. 27. janúar 1857, d. 9. október 1906.
Hálfsystkini hennar í Eyjum voru:
2. Guðríður Woolf (Vigfússon), f. 26. apríl 1858, d. 8. desember 1933. Guðríður fór til Vesturheims 1886 með fjölskyldu.
3. Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi, f. 17. september 1860, d. 3. október 1929.
4. Sigurbjörg Einarsdóttir, f. 1862. Fór til Vesturheims frá Nýborg 1889.

Ingibjörg var 7 ára hjá ekkjunni, móðurmóður sinni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur í Norðurgarði 1860, léttastúlka á Fögruvöllum 1870.
Við manntal 1880 var Ingibjörg 26 ára vinnukona á Stíflu í Breiðabólsstaðarsókn.
Hún var vinnukona á Blábringu á Rangárvöllum 1890. Þar var hún með barn sitt Ingigerði Jónsdóttur 5 ára. Húsbóndi var Jón Guðmundsson bóndi og barnsfaðir hennar.
1901 var Ingibjörg sjúklingur á Blábringu. Þar var Ingigerður dóttir hennar og Jón barnsfaðir hennar fyrrum bóndi, Vigdís kona hans. Húsfreyjan var Katrín dóttir þeirra, síðar á Uxahrygg, gift Gunnari Ásbjörnssyni.
Ingibjörg lést 1905.

I. Hún eignaðist barn með Hreiðari Hreiðarssyni bónda í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum.
Barnið var
1. Hreiðarsína Hreiðarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. október 1879, d. 13. janúar 1973, gift Ólafi Þorleifssyni verkamanni.
II. Ingibjörg eignaðist barn með Jóni Guðmundssyni bónda á Blábringu á Rangárvöllum.
Barnið var
2. Ingigerður Jónsdóttir, f. 23. febrúar 1885, d. 19. mars 1958, bústýra Jóns Helgasonar bónda í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og húsfreyja þar og móðir tveggja barna þeirra.
Börnin voru:
a) Axel Júlíus Jónsson bóndi í Stóru-Hildisey, f. 9. júlí 1914.
Kona hans var Sigríður Anna Sigurjónsdóttir húsfreyja frá Víðidal, f. 15. ágúst 1915, dóttir Sigurjóns Jónssonar og konu hans Guðríðar Þóroddsdóttur.
b) Vigdís Jónsdóttir borgarstarfsmaður í Reykjavík, síðar á Selfossi, f. 15. júlí 1925, d. 31. október 2007.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.