Ingibergur Friðriksson (Batavíu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ingibergur Guðmundur Friðrikson frá Batavíu, sjómaður, verkstjóri við Vestmannaeyjahöfn og afgreiðslumaður, síðast hafnsögumaður fæddist 27. janúar 1909 í vitavarðarhúsinu á Stórhöfða og lést 2. janúar 1964.
Foreldrar hans voru Friðrik J. Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, múrari í Batavíu, f. 2. nóvember 1988, d. 10. júní 1980, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1889, d. 28. ágúst 1983.

ctr


Hjónin frá Batavíu og börn þeirra: Friðrik J. Guðmundsson og Sigríður Guðmundsdóttir.
Aftari röð frá vinstri: Ingibergur Friðriksson, Filippía Friðriksdóttir og í miðið er Sölvi Friðriksson.


Systkini Ingibergs voru:
1. Filippía Friðriksdóttir, f. 7. júní 1912, d. 29. júní 1933.
2. Sölvi Kristinn Friðriksson kafari, verkstjóri, síðar í Reykjavík, f. 20. ágúst 1917, d. 30. desember 1993.
3. Helgi Friðriksson, f. 8. des. 1928, d. 24. júlí 1937. Hann drukknaði í höfninni.

Ingibergur var í ,,Vitanum“ í Stórhöfða við fæðingu 1909, í Túni með foreldrum sínum og afa 1910, í Batavíu 1911 og enn 1930, leigjandi á Geirlandi 1934, bjó þar með Ágústu og þrem dætrum 1940, með þeim í Vegg, (Miðstræti 9c) 1945 og 1949. Hann bjó síðast á Brimhólabraut 19, lést 1964 á Landspítalanum.

Kona Ingibergs, ( 28. maí 1932), var Alfífa Ágústa Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1907 í Ánanaustum í Reykjavík, d. 27. október 1997.
Börn þeirra:
1. Ása Ingibergsdóttir, f. 13. ágúst 1934 á Geirlandi.
2. Sigríður Dóra Ingibergsdóttir, f. 24. apríl 1936 á Geirlandi, d. 15. júlí 1987.
3. Hanna Guðrún Ingibergsdóttir, f. 24. apríl 1938 á Geirlandi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.