Inger Ester Nikulásdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Inger Ester Nikulásdóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja fæddist 8. júní 1924 á Eyrarbakka og lést 11. ágúst 1999.
Foreldrar hennar voru Nikulás Ívarsson frá Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, verkamaður, f. 21. september 1893, d. 10. september 1971, og kona hans Ólöf Bjarnadóttir frá Háfshjáleigu í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, f. 31. október 1892, d. 5. maí 1963.

Börn Nikulásar og Ólafar:
1. Ólafur Nikulásson, f. 23. mars 1920 á Móeiðarhvoli, Rang., d. 27. maí 1987.
2. Bjarndís Jóhanna Nikulásdóttir, f. 14. mars 1921 á Hemlu í Rang., síðast á Selfossi, d. 9. júní 1983.
3. Inger Ester Nikulásdóttir, f. 8. júní 1924 í Rang., síðast í Reykjavík, d. 11. ágúst 1999.
4. Ívar Nikulásson bifreiðastjóri, f. 22. ágúst 1927 í Héðinshöfða, d. 16. október 1999.

Ester var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Eyrarbakka, fluttist með þeim til Eyja 1924 og bjó með þeim á Litla-Hrauni 1924, í Héðinshöfða 1927 og enn 1930, á Vestmannabraut 37, Gunnarshólma 1934, en var ekki á skrá 1940.
Hún fluttist til Reykkjavíkur, giftist Magnúsi 1947. Þau eignuðust 6 börn.

Maður Ingerar Esterar, (10. maí 1947), var Magnús Björnsson frá Vígholtsstöðum í Laxárdal í Dalas., símamaður, varðstjóri, f. 24. júní 1914, d. 9. maí 1990. Foreldrar hans voru Björn Magnússon bóndi á Vígholtsstöðum í Laxárdal og Skógsmúla í Miðdölum og kona hans Hólmfríður Margrét Benediktsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1891, d. 16. febrúar 1970.
Börn þeirra:
1. Björn Hólm Magnússon símasmíðameistari, f. 26. janúar 1948. Kona hans: Anna Fía Emilsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1951.
2. Valdís Magnúsdóttir húsfreyja, kristniboði, f. 28. október 1949. Maður hennar: Kjartan Jónsson, f. 3. apríl 1954.
3. Oddur Örvar Magnússon bifvélavirki, f. 13. júní 1952. Sambýliskona hans: Hulda Sigríður Skúladóttir húsfreyja, f. 1. mars 1954.
4. Hafrún Magnúsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 6. maí 1955. Maður hennar: Karl Hallur Sveinsson, f. 30. desember 1957.
5. Elínborg Magnúsdóttir húsfreyja, bókari, f. 23. maí 1960. Maður hennar: Gunnar Þór Guðjónsson, f. 25. nóvember 1959.
6. Margrét Ólöf Magnúsdóttir húsfreyja, kennari, f. 3. apríl 1967. I. Maður hennar: Mohamed Adel Aly Fahmy. II. Benedikt Grétar Ásmundsson, f. 2. október 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.