Ingólfur Kristjánsson (Reykjadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. nóvember 2018 kl. 18:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. nóvember 2018 kl. 18:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ingólfur Kristjánsson (Reykjadal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Ingólfur Kristjánsson frá Reykjadal fæddist 31. október 1902 í Reykjavík og lést 7. desember 1984 í Danmörku.
Foreldrar hans voru Kristján Þórðarson frá Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, útgerðarmaður, sjómaður, f. 2. júní 1876, d. 16. janúar 1966, og kona hans Guðný Elíasdóttir frá Klömbru u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. október 1881, d. 18. júní 1962.

Börn Kristjáns og Guðnýjar voru:
1. Guðjón Ingólfur Kristjánsson nuddari, f. 31. október 1902 í Reykjavík, d. 7. desember 1984.
2. Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, d. 25. nóvember 1962.
3. María Þuríður Kristjánsdóttir, f. 30. apríl 1908 í Ási, d. 21. desember 1992.
4. Anna Magnúsína Þóra Kristjánsdóttir, f. 27. ágúst 1910 í Ási, d. 5. nóvember 1995.
5. Jóna Lovísa Kristjánsdóttir, f. 25. ágúst 1911 í Ási, d. 20. apríl 1912.
6. Jóhann Ármann Kristjánsson matsveinn, vélstjóri, mælaálestrarmaður, f. 29. desember 1915 í Skipholti, d. 6. desember 2002.
7. Einar Elías Kristjánsson, f. 19. febrúar 1919 í Skipholti, d. 4. janúar 2011.

Ingólfur fluttist með foreldrum sínum til Eyja 1903, var hjá þeim á Bergstöðum 1904, í Ási 1910, í Skipholti við Vestmannabraur 46b 1920, og í Reykjadal 1927. Hann var í Útkoti í Brautarholtssókn í Kjós 1930.
Ingólfur flutti til Danmerkur, lærði nudd og stundaði nuddlækningar.
Hann giftist Aagaard. Þau eignuðust fjögur börn.
Guðjón Ingólfur lést 1984.

I. Kona Guðjóns Ingólfs var Aagaard Kristjánsson húsfreyja.
Börn þeirra:
1. Ester Kristjánsson, látin.
2. Inger Kristjánsson.
3. Greta Kristjánsson.
4. Hendrik Kristjánsson, dó ungur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.