Indíana Guðlaugsdóttir (Laugalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Indíana Guðlaugsdóttir.

Indíana Guðlaugsdóttir frá Laugalandi, kennari fæddist þar 29. september 1922 og lést 4. júní 1994 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Þorsteinsson trésmíðameistari og bátsformaður, f. 30. júlí 1889 í Gerðakoti undir Eyjafjöllum, d. 23. júní 1970, og kona hans Guðríður Björg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. október 1891 á Seyðisfirði, d. 8. maí 1972.

Börn Bjargar og Guðlaugs:
1. Þorsteinn Guðni, f. 18. apríl 1917, d. 17. september 2001.
2. Sigurður Ingiberg, f. 6. janúar 1919, d. 5. maí 1957.
3. Guðbjörn Guðlaugsson, f. 26. nóvember 1920, d. 1. desember 2006.
4. Indíana Guðlaugsdóttir, f. 26. september 1922, d. 4. júní 1994.
5. Sveinbjörn Guðlaugsson, f. 4. desember 1925, d. 5. desember 2017.
6. Emilía Guðlaugsdóttir, f. 16. maí 1929, d. 19. febrúar 2007.
Barn Guðlaugs með Hermanníu Sigurðardóttur, f. 4. september 1896, d. 23. júlí 1989, var
7. Laufey Guðlaugsdóttir, f. 22. mars 1918 á Nesi í Norðfirði, d. 21. júní 2006 í Reykjavík.

Indíana var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1939, tók handavinnukennarapróf í Handíðaskólanum 1949, sat námskeið í Engelsholm Höjskole í Danmörku 1951, sat námskeið í handavinnu í Danmörku 1952, síðar við Askov Höjskole og Snoghöj Höjskole, stundaði nám í Fashion Academy, New York (tískuteikning og fatahönnun) 1955-1956, varð stúdent í Florida State University, B.A.-próf þar (alm. listgreinar, aukagrein listasaga) 1978.
Indíana var kennari við Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni frá 1949-1955, (leyfi 1955-1956), 1956-1957 og 1959-1960, við Lindargötuskóla í Reykjavík 1960-1970, Gagnfræðaskólann á Selfossi 1970-1973, Húsmæðraskóla Suðurlands 1978-1979, Fósturskóla Íslands 1979-1980, Geðdeild Borgarspítalans 1980-1981, Héraðsskólann á Reykjum 1981-1984 og Langholtsskólann frá 1984 til starfsloka.
Indíana bjó síðast á Njálsgötu 49.
Hún lést 1994 ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.