Hulda Guðmundsdóttir (Hrafnagili)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Steinunn Hulda Guðmundsdóttir.

Steinunn Hulda Guðmundsdóttir frá Hrafnagili, húsfreyja, hárgreiðslukona fæddist 20. júní 1911 í Stakkagerði og lést 9. janúar 2009 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson frá Lágafelli í A-Landeyjum, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 21. febrúar 1883, d. 20. september 1965, og kona hans Soffía Þorkelsdóttir frá Brekkum í Hvolhreppi, Rang., f. 14. maí 1891, d. 20. janúar 1960.

Börn Soffíu og Guðmundar:
1. Steinunn Hulda Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1911 í Stakkagerði-vestra, d. 9. janúar 2009.
2. Auður Guðmundsdóttir húsfreyja, aðstoðarmaður tannlæknis, f. 27. janúar 1918 á Hrafnagili, d. 1. febrúar 2003.

Hulda var með foreldrum sínum í æsku, í Stakkagerði-Vestra og á Hrafnagili.
Hún vann öll almenn störf á heimili útvegsbónda, í heyskap, á stakkstæðum og í fiskvinnslu. Hulda lærði hárgreiðslu hjá Árna Böðvarssyni rakara í Bifröst við Bárustíg.
Þau Helgi giftu sig 1932, eignuðust tvö börn. Við giftingu var Helgi til heimilis á Akureyri. Þau bjuggu í fyrstu á Hrafnagili, á Brekku við Faxastíg 4 1940, á Hásteinsvegi 7 1943, en fluttu á Heiðarveg 40 1944 og bjuggu þar meðan báðum entist líf nema á Gostíma og fram á árið 1974, er þau bjuggu hjá Helgu dóttur sinni í Borgarnesi.
Helgi lést 1978.
Hulda bjó áfram á Heiðarveginum, var þar enn 1986, en fluttist að Hólagötu 39 og bjó þar til 2003, er hún fluttist á öldrunardeild Sjúkrahússins. Hún lést 2009.

I. Maður Steinunnar Huldu, (14. maí 1932), var Helgi Guðmar Þorsteinsson vélstjóri frá Upsum á Upsaströnd, f. 2. desember 1904, d. 23. júní 1978.
Börn þeirra:
1. Hrafnhildur Helgadóttir húsfreyja, hótelstjóri, lífeindafræðingur, f. 3. apríl 1932 á Hrafnagili. Maður hennar, skildu, Guðbjörn Guðjónsson.
2. Helga Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. janúar 1943 á Hásteinsvegi 7. Maður hennar Georg Valdimar Hermannsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. janúar 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þjóðskrá 1986.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.