Hulda Alfreðsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hulda Alfreðsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona fæddist 14. september 1950 í Birtingarholti við Vestmannabraut 61 og lést 17. mars 1990.
Foreldrar hennar voru Alfreð Einarsson vélstjóri, verkstjóri, verksmiðjustjóri, f. 6. desember 1921 á Fáskrúðsfirði, d. 1. október 2013, og kona hans Sigfríður Runólfsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1920 á Seyðisfirði, d. 12. nóvember 2017.

Börn Sigfríðar og Alfreðs:
1. Erna Alfreðsdóttir húsfreyja, f. 22. maí 1942 í Jómsborg við Víðisveg 9. Maður hennar Bjögvin Hilmar Guðnason, látinn. Sambúðarmaður hennar Sigurður Einir Kristinsson.
2. Sigurlaug Alfreðsdóttir húsfreyja, f. 6. nóvember 1947 í Birtingarholti við Vestmannabraut 61. Maður hennar er Sigurjón Óskarsson.
3. Runólfur Alfreðsson verkamaður, lagerstjóri, f. 25. júní 1949 í Birtingarholti við Vestmannabraut 61. Kona hans er Guðrún María Gunnarsdóttir.
4. Hulda Alfreðsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 14. september 1950 í Birtingarholti, Vestmannabraut 61, d. 17. mars 1990. Maður hennar var Geir Haukur Sölvason, látinn.

Hulda var með foreldrum sínum í æsku, í Birtingarholti við Vestmannabraut 61, síðar á Heiðarvegi 66.
Hún vann við fiskiðnað.
Þau Geir Haukur giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Brimhólabraut 35, en síðar við Brekastíg 16.
Hulda lést 1990.

I. Maður Huldu, (25. nóvember 1972), var Geir Haukur Sölvason úr Reykjavík, vélstjóri, f. 26. nóvember 1947, d. 26. ágúst 2023.
Börn þeirra:
1. Helga Svandís Geirsdóttir, f. 1. júní 1969.
2. Alfreð Geirsson, f. 16. apríl 1973.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.