Hulda Ágústsdóttir (Húsadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. desember 2018 kl. 17:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. desember 2018 kl. 17:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Hulda Ágústsdóttir. '''Hulda Ágústsdóttir''' frá Húsadal, húsfreyja í Reykjavík fæddist 5. október 1922...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hulda Ágústsdóttir.

Hulda Ágústsdóttir frá Húsadal, húsfreyja í Reykjavík fæddist 5. október 1922 á Sólbrekku við Faxastíg og lést 20. júlí 1984.
Foreldrar hennar voru Ágúst Þorgrímur Guðmundsson verkamaður, sjómaður í Húsadal, síðar í Bræðraborg, f. 16. ágúst 1892 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 6. febrúar 1966, og kona hans Guðný Pálsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1891 að Hlíðarenda í Fljótshlíð, d. 19. júlí 1959.

Börn Guðnýjar og Þorgríms:
1. Alfreð Bachmann Þorgrímsson vélstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 25. ágúst 1978.
2. Laufey Þorgrímsdóttir í Kópavogi, f. 17. október 1915, d. 15. júlí 1981. Maður hennar var Sigurður Hermann Agnar Jónsson, f. 2. nóvember 1905, d. 31. maí 1975.
3. Sigurður Ágústsson bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, f. 22. september 1916 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 13. janúar 1988.
4. Margrét Ágústa Ágústsdóttir ráðskona í Reykjavík, f. 14. nóvember 1918 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 11. júlí 2008.
5. Þuríður Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1920 á Ormsvelli, Hvolhreppi, d. 22. desember 1992.
6. Sigríður Þorgrímsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. október 1921 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 3. maí 1993. Maður hennar var Sölvi Ólafsson.
7. Hulda Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. október 1922 á Sólbrekku, d. 20. júlí 1984.
8. Valgerður Oddný Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1924 í Húsadal, d. 7. júlí 2012.
9. Andvana drengur, f. 26. mars 1926 í Húsadal.
10. Einar Ágústsson bifreiðastjóri, f. 13. apríl 1927 í Húsadal, d. 18. september 1984.
11. Sveinbjörg Þorgrímsdóttir verkakona, f. 28. júní 1929 í Húsadal, d. 20. ágúst 1949.
12. Svanhvít Þorgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, borgarstarfsmaður, f. 21. september 1930 í Húsadal, d. 1. október 1989.
13. Andvana stúlka, f. 7. nóvember 1933 í Húsadal.
14. Hallgrímur Þorgrímsson bifreiðastjóri, strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 26. desember 1936 í Húsadal, d. 3. maí 2011.

Hulda var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Sólbrekku, í Húsadal og Bræðraborg.
Hún fluttist til Reykjavíkur, giftist Leifi 1941, eignaðist fjögur börn.
Þau Leifur skildu.
Hún bjó með Jóni Meyvantssyni og lést 1984.

I. Maður Huldu, (9141, skildu), var Leifur Lárusson sjómaður frá Ísafirðir, f. 18. desember 1917, d. 8. desember 1990. Foreldrar hans voru Lárus Marísson frá Langeyjarnesi í Dalas., bóndi í Stakkadal í Sléttuhreppi og Borg í Skötufirði, síðast á Ísafirði, f. 26. nóvember 1878, d. 13. febrúar 1942, og kona hans Margrét Benediktsdóttir frá Kirkjubóli í Nauteyrarhreppi, N-Ís., húsfreyja, f. 29. maí 1872, d. 10. janúar 1965.
Börn þeirra:
1. Hilmar Birgir Leifsson á Selfossi, sjómaður, bifreiðastjóri, f. 27. ágúst 1943. Kona hans er Þuríður Fjóla Pálmarsdóttir.
2. Helgi Leifsson vélstjóri, bifreiðastjóri, f. 1. desember 1945. Kona hans, (skildu), var Eydís Ólafsdóttir.
3. Hildur Leifsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 24. apríl 1948. Maður hennar var Ólafur Andrésson, látinn.
4. Sævar Leifsson bifreiðastjóri, fyrrum í Ástralíu, f. 5. júní 1951. Fyrri kona hans, (skildu), var Þórdís Garðarsdóttir. Síðari kona Sævars er Hanna Þorbjörg Svavarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Fjóla.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 31. júlí 1984.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.