Hrefna

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Spendýr
Landdýr
Sjávarspendýr

Hrefna er næstminnsta tegund skíðishvala og sú minnsta sem heldur sig á norðurhveli. Kvendýr og karldýr eru að meðaltali 6.9 og 7.4 m löng við kynþroska, 5-8 ára. Kýrnar(kvendýrin) eru aðeins stærri en tarfarnir (karldýrin). Tarfar við Ísland verða kynþroska um 5 ára aldur og kvendýr einu ári eldri. Kvendýrið getur orðið 9.1 m til 10.7 m að lengd, en karldýrðið 8.8 m til 9.8 m. Bæði kynin vega venjulega 4-5 tonn við kynþroska og geta orðið allt að 14 tonn. Hrefnur lifa venjulega í 30-50 ár en geta orðið 60 ára. Elsta hrefna sem hefur verið aldursgreind við Ísland var 43 ára tarfur.

Bak, horn og blástursop sjást strax þegar hrefna kemur upp á yfirborðið til að anda. Hrefnur eiga það til að koma upp úr djúpinu á mikilli ferð og stökkva skyndilega upp úr sjónum og því oft kallaðir léttir. Hrefnan blæs 3-5 sinnum milli djúpkafana og stingur sér síðan í djúpið. Djúpkafanir vara oftast í 2-5 mínútur en hrefna getur verið allt að 20 mínútur í kafi. Hámarkshraði hrefnu á sundi er áætlaður 20-30 km/klst.

Hrefnustofninn í Mið- og Norðaustur-Atlantshafi er áætlaður 184,000 (2004).

Hrefnur voru ekki veiddar við Ísland fyrr en á 20. öld. Hrefnuveiðar voru stundaðar á Íslandi á smábátum á árunum 1914 til 1985. veiðarnar voru fyrst stundaðar á Ísafjarðardjúpi en síðar einnig frá Breiðafirði, Húnaflóa, Eyjafirði og Austfjörðum. Veiðarnar jukust verulega eftir 1960, 200 dýr á ári á árunum 1975 - 1985. Norskir smábátar stunduðu einnig hrefnuveiðar við Ísland á árunum 1948 til 1975. Talið er að hrefnustofninn við Ísland þoli veiðar á a.m.k. 200 - 300 dýrum á ári án þess að skerðast.


Heimildir