Hraunbúðir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Nokkrir úr starfsliði Hraunbúða árið 2001. Guðni Pálsson matreiðslumaður frá Þingholti, Fríða Eiríksdóttir, Óþekkt, Sigríður Guðbrandsdóttir, Sigrún Ágústdóttir og Hafdís Daníelsdóttir.
Skemmtikvöld á Hraunbúðum í kringum 1993. Steingerður frá Þingholti, Inda frá Valhöll og Magga frá Hvanneyri.
Harpa Kolbeinsdóttir starfsmaður Hraunbúða í kringum árið 1993 í léttum leik með heimilisfólkinu.

Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra, er staðsett suður af Brimhólum, vestan Illugagötu, í Dalhrauni og var það byggt fyrir gjafafé í kjölfar gossins og var það opnað 22. september 1974. Árið 1994 var ráðist í stækkun á húsinu. Flatarmál hússins er nú 2.491,2 m2. Þar er einnig skrifstofa heimilishjálpar. Stöðugildi eru alls 28 en í húsinu starfa á milli 40 og 50 manns í fullu starfi eða hlutastarfi.

Húsið skiptist í:

  • Hjúkrunardeild með 25 rýmum
  • Þjónusturými með 14 rýmum
  • Dagvistarrými með 10 rýmum


Í húsinu er starfrækt:

  • Hjúkrunardeild
  • Þjónustudeild (ellideild)
  • Dagvistun, eldri borgara utan úr bæ í 10 rýmum, en þá þjónustu nota á bilinu 20 –40 manns mánaðarlega.
  • Eldhús. Þar er eldað fyrir alla vistmenn og starfsfólk Hraunbúða, auk dagvistunarfólks. Þá er seldur matur til eldri borgara í bænum sem þess óska svo og stofnana bæjarins.
  • Hársnyrting og fótsnyrting fyrir alla vistmenn. Auk þess eldri borgara utan úr bæ sem það vilja.

Forstöðufólk


Tenglar


Heimildir

  • Aðalskipulag Vestmannaeyja