Hlýri

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sjávardýr
Fiskar
Önnur sjávardýr

Hlýri (Anarhichas minor). Latneska orðið minor þýðir „yngri“ bróðir steinbítsins, þar sem hann fannst síðar.

Stærð: Hlýrinn er töluvert stærri en steinbíturinn, við kynþroska er hann yfirleitt 70-90 cm og 4-8 kg. Verður sjaldan stærri en 140 cm, þá um 25 ára aldur. Getur orðið allt upp í 180 cm og 26 kg.

Lýsing: Hann er gulbrúnn og flekkóttur. Hlýrinn hefur veikari tennur en steinbítur. En roðið er sterkara en á steinbít og þykir því enn betra til skinngerðar.

Heimkynni: Kaldsjávarfiskur við Ísland, Svalbarða, Grænland og Nýfundnaland. Er á um 100 m dýpi. Lífshættir: Hér er hann allt í kringum landið en algengari í kalda sjónum. Lifir á sand- og leirbotni á 100-700 m dýpi.

Fæða: Lifir aðallega á skrápdýrum. Talið að hann sækist mikið í steinbítshrogn.

Hrygning: Hann hrygnir á allmiklu dýpi. Eggin eru 15-35 þúsund. Eggin límast saman og festast við botninn.

Nytsemi: Hlýrinn veiðist á línu og í botnvörpu, veiðist aðallega í kalda sjónum. Hann þykir ekki eins bragðgóður og steinbítur en kemur þó fyrir að hann er roðflettur og seldur sem steinbítur.