Hlöðver Pálsson (Þingholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júlí 2019 kl. 18:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2019 kl. 18:35 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hlöðver Pálsson.

Hlöðver Pálsson frá Þingholti, byggingameistari, húsasmiður fæddist þar 15. apríl 1938.
Foreldrar hans voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.

Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.

Hlöðver var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsgagnasmíði í Smið h.f., varð sveinn 1964 og síðar meistari.
Þeir mágar, Ólafur Gränz og hann stofnuðu verkstæði og unnu við það.
Hlöðver fór að Búrfelli í Þjórsárdal 1968 og vann við virkjunina. Síðar lærði hann húsasmíði og varð sveinn í greininni 1971, rak síðan verkstæði í Hafnarfirði og í Húsgagnahöllinni frá 1982.
Þau Sonja giftu sig 1960, eignuðust 7 börn. Sonja bjó í Jómsborg við giftingu 1960 og Hlöðver í Þingholti. Þau bjuggu í Skálholti- eldra, Landagötu 22 við fæðingu Geirs Sigurpáls 1964, Kirkjuvegi 26 við fæðingu Ástþórs 1966 og Vignis Þrastar 1967 og enn 1968.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1968, bjuggu á Hjarðarhaga 28 í tvö ár, en fluttu til Hafnarfjarðar, bjuggu þar á Sléttahrauni 29, en fluttust síðan að Grenilundi 5 í Garðabæ, í hús, sem þau höfðu byggt, og þar búa þau nú.

I. Kona Hlöðvers, (17. apríl 1960), er Sonja Margrét Ólafsdóttir Gränz frá Jómsborg, húsfreyja, f. 24. ágúst 1939 á Þingvöllum.
Börn þeirra:
1. Ólafur Ómar Hlöðversson trésmíðameistari, f. 28. nóvember 1959 í Eyjum. Barnsmóðir er María Sveinbjörg Viggósdóttir. Kona er Sigríður Thorsteinson.
2. Geir Sigurpáll Hlöðversson verkfræðingur, f. 3. janúar 1964 í Eyjum. Kona hans er Jóna Lind Sævarsdóttir.
3. Ástþór Hlöðversson matsveinn, f. 20. mars 1966 í Eyjum. Kona hans er Sigríður Helga Guðmundsdóttir.
4. Vignir Þröstur Hlöðversson matsveinn, f. 25. maí 1967 í Eyjum. Fyrri kona er Guðlaug Hrafnsdóttir. Síðari kona er Lilja Björk Hauksdóttir.
6. Hlöðver Hlöðversson verkfræðingur, f. 16. mars 1972 í Hafnarfirði. Kona hans er Margrét Perla Kolka Leifsdóttir.
7. Róbert Karl Hlöðversson vinnur við vörumerkingar hjá Samhentir, f. 12. október 1978 í Reykjavík. Kona hans er Erla María Árnadóttir.
8. Víóletta Ósk Hlöðversdóttir læknir, f. 18. nóvember 1979 í Reykjavík. Maður hennar er Sverrir Örn Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.