Hlöðver Helgason (Hamri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Hlöðver Helgason.

Hlöðver Helgason frá Hamri, verkamaður, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, síðar bifreiðastjóri í Reykjavík fæddist 11. september 1927 á Hamri og lést 2. ágúst 2007.
Foreldrar hans voru Helgi Hjálmarsson sjómaður, trésmiður á Hamri, síðar bóndi í Rotum u. Eyjafjöllum, f. 13. október 1880, d. 6. apríl 1976, og síðari kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. september 1893 á Beigalda í Borgarhreppi, Mýrasýslu, d. 8. ágúst 1985.

Börn Helga og Guðbjargar og hálfsystkini Hlöðvers voru:
1. Hermann Helgason vélstjóri, f. 30. janúar 1916 á Löndum, d. 5. júlí 2006. Kona hans var Sigurlaug Guðmundsdóttir.
2. Magnús Helgason, f. 5. júlí 1917 á Túnsbergi, síðast í Reykjavík, d. 3. janúar 1992.
3. Hjálmar Kristinn Helgason sjómaður í Reykjavík, f. 16. júní 1920 í Fagurhól, d. 22. nóvember 1993. Kona hans var Elín Katrín Sumarliðadóttir.
3. Gunnar Ágúst Helgason á Lögbergi, sjómaður, vélstjóri, forstöðumaður, f. 22. janúar 1923 á Hamri, d. 23. nóvember 2000. Kona hans var Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir.
4. Guðbjörg Helgadóttir Beck húsfreyja á Seltjarnarnesi, f. 18. ágúst 1924 á Hamri, d. 28. maí 2013. Maður hennar var Páll Beck.

Börn Helga og Sigríðar síðari konu Helga:
5. Sigurður Helgi Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 3. apríl 1926, d. 17. maí 1991, ókvæntur.
6. Hlöðver Helgason verkamaður, sjómaður í Reykjavík, f. 11. september 1927 á Hamri, d. 2. ágúst 2007. Kona hans var Katrín Sólveig Jónsdóttir.
7. Gústaf Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 21. ágúst 1928, d. 21. febrúar 2010, ókvæntur.
8. Hugó Helgason, f. 31. mars 1930. Hann fluttist til Svíþjóðar, ókvæntur.
9. Laufey Helgadóttir húsfreyja í Noregi, f. 28. maí 1932. Maður hennar er Kåre Gravdehaug.
10. Unnur Sigrún Helgadóttir húsfreyja í Noregi, f. 21. ágúst 1933. Maður hennar er Kjeld Gundersen.
11. Sigrún Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. júlí 1937, d. 18. júní 1987. Hún var gift Sæmundi Inga Sveinssyni bifreiðastjóra.

Hlöðver var með foreldrum sínum á Hamri og fluttist með þeim að Rotum u. Eyjafjöllum 1928, var með þeim þar 1930. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1943 og Hlöðver var verkamaður í Reykjavík 1945.
Þau Katrín Sólveig fluttust til Eyja um 1950, bjuggu í Ráðagerði, eignuðust Sævar á því ári, giftu sig 1951. Þau bjuggu í Ráðagerði uns þau fluttu um 1953 í nýbyggt hús sitt að Hásteinsvegi 55 og bjuggu þar meðan þau dvöldu í Eyjum, voru þar enn 1959.

Hásteinsvegur 55.

Þau fluttust síðar í Hafnarfjörð og að síðustu til Reykjavíkur. Hlöðver gerði út bátinn Helga Hjálmarsson GK-278 og var skipstjóri á honum, er hann varð fyrir vélarbilun og fórst við Bjarnavík í Selvogi 15. október 1962. Stýrimaðurinn fórst, en Hlöðver og kokkurinn komust í land.

I. Barnsmóðir Hlöðvers var Rannveig Eggertsdóttir, f. 21. júní 1927, síðast í Reykjavík, d. 14. nóvember 2004. Foreldrar hennar voru Eggert Bjarni Kristjánsson stýrimaður, f. 26. maí 1892 í Krossdal í Tálknafjarðarhreppi, d. 29. september 1962, og Ísfold Helgadóttir húsfreyja, f. 30. júni 1898 á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagaf., d. 6. ágúst 1971
Börn þeirra:
1. Sigurður Helgi Hlöðversson á Akureyri, rafveitustarfsmaður, kvikmyndagerðarmaður, f. 18. maí 1948. Kona hans, (skildu), var Gunnur Baldvinsdóttir Ringsted húsfreyja, f. 12. febrúar 1947.
2. Hlöðver Hlöðversson í Reykjavík, sjómaður, sendibifreiðastjóri, f. 24. september 1949. Kona hans var Sigríður Guðrún Símonardóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1954, d. 14. október 1999.

II. Kona Hlöðvers, (9. september 1951 í Eyjum), var Katrín Sólveig Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. nóvember 1929, d. 5. febrúar 2006.
Börn þeirra:
3. Sævar Hlöðversson rennismiður, f. 10. september 1950 á Sjúkrahúsinu. Kona hans er María Pétursdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla.
4. Hjálmar Kristinn Hlöðversson kaupmaður, f. 3. mars 1952 í Ráðagerði. Kona hans er Elínborg Pétursdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla.
5. Guðjón Hlöðver Hlöðversson bifreiðastjóri, afgreiðslumaður, f. 10. maí 1953 í Ráðagerði. Kona hans er Björg Ragnarsdóttir húsfreyja.
6. Hafdís Hlöðversdóttir húsfreyja, starfsmaður við bókband, f. 2. ágúst 1954 á Hásteinsvegi 55. Maður hennar er Sigmar Teitsson húsgagnasmiður.
7. Gunnar Hlöðversson kaupmaður, sjómaður, f. 30. janúar 1956 á Sjúkrahúsinu. Kona hans, (skildu), var Sigurlaug M. Ólafsdóttir.
8. Valgerður Oddný Hlöðversdóttir húsfreyja, bifreiðastjóri, verslunarmaður, f. 13. júlí 1962 í Hafnarfirði. Maður hennar er Pétur Andrésson bifreiðastjóri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.