Hjörleifur Sigurjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Hjörleifur Sigurjónsson og Stefanía Hannesdóttir með Björgu dóttur sinni.

Hjörleifur Sigurjónsson útgerðarmaður, gangavörður fæddist 25. október 1872 og lézt 5. júní 1954.
Foreldrar hans voru Sigurjón bóndi í Strandhöfn í Vopnafirði og Tjörn og Völlum í Svarfaðardal, en síðast búsettur á Húsavík, f. 24. september 1840 í Haga í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, d. 16. maí 1926 á Húsavík, Jónsson bónda í Haga, Árnasonar og konu Jóns, Helgu Jónsdóttur bónda á Hólmavaði, Magnússonar.
Kona Sigurjóns og móðir Hjörleifs var Þórdís húsmóðir, f. 19. nóv. 1846 á Ytri-Galtarstöðum í Hróarstungu í S-Múlasýslu, d. 25. desember 1909 á Húsavík, Hjörleifs prests á Völlum í Svarfaðardal, Guttormssonar og konu hans Guðlaugar Björnsdóttur prests í Kirkjubæ í Hróarstungu, Vigfússonar.

Hjörleifur var með foreldrum sínum á Völlum í Svarfaðardal 1880, Stóru-Tungu í Bárðardal 1882-1883, var léttadrengur í Garði í Kelduhverfi 1886-1887, var með foreldrum sínum í Klömbrum í Aðaldal 1888, fór þá að Lóni í Kelduhverfi, var þar vinnumaður 1890. Hann var með foreldrum sínum á Núpum í Aðaldal 1895-1896, var hjú í Læknishúsi 1897, lausamaður á Núpum 1898, hjú á Grenjaðarstað 1899.
Hjörleifur var bóndi á Héðinshöfða á Tjörnesi 1900, stundaði sjómennsku og útgerð á Húsavík.
Hann fluttist til Eyja 1924, stundaði útgerð. Var hann um skeið í félagi með Helga Benediktssyni.
Á efri árum gerðist hann húsvörður við Barnaskólann, en flutti til dóttur sinnar að Brekku við Vatnsenda í Kópavogi 1948.
Hjörleifur lést 1954.

Maki (6. ágúst 1921): Stefanía Hannesdóttir ljósmóðir, f. 16. febrúar 1871 að Austari-Krókum í Fnjóskadal í Suður Þingeyjarsýslu, d. 25. júlí 1953 í Reykjavík.
Þau bjuggu í Engidal.
Barn (kjörbarn): Björg Sigurveig Hjörleifsdóttir, f. 24. júní 1920, d. 15. ágúst 1989, búsett að Brekku við Vatnsenda í Kópavogi. Maki: Hilmar Árnason bakari, innheimtumaður, f. 29. desember 1913, d. 6. maí 1991.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ljósmæður á Íslandi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984.
  • Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948-1976.
  • Pers.
  • Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1946.
  • Þingeyingaskrá. Konráð Vilhjálmsson. Ljósprentað hdr. Þjóðskjalasafn.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.