„Hjálmar Guðnason“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
Hjálmar Guðnason fæddist á Vegamótum í Vestmannaeyjum 9. desember 1940. Hann lést á heimili sínu 27. janúar 2006 og var jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum 4. febrúar 2006.
Hjálmar Guðnason fæddist á [[Vegamót|Vegamótum]] í Vestmannaeyjum 9. desember 1940, og lést 27. janúar 2006. Eiginkona Hjálmars var [[Kristjana Svavarsdóttir]] og áttu þau sex börn saman. Börn þeirra eru [[Anna Kristín Hjálmarsdóttir|Anna Kristín]], [[Guðni Hjálmarsson|Guðni]], [[Sigurbjörg Hjálmarsdóttir|Sigurbjörg]], [[Ásta Margrét Hjálmarsdóttir|Ásta Margrét]] og [[Ólafur Hjálmarsson|Ólafur]]. Á fyrri árum var Hjálmar kenndur við Vegamót, en eftir [[Heimaeyjargosið|gos]] var hann kenndur við heimili sitt, [[Hóll|Hól]].
 
== Tónlistarstarf ==
Hjálmar starfaði lengi sem loftskeytamaður, áður en hann hóf störf við [[Tónlistarskólinn í Vestmannaeyjum|Tónlistarskólann]]. Kenndi hann á ýmis blásturshljóðfæri, en trompetið var hans aðalhljóðfæri. Hjálmar tók við [[Lúðrasveit Vestmannaeyja]] árið 1977 og stjórnaði henni í 11 ár. Síðustu ár Hjálmars reisti hann upp starf [[Skólalúðrasveitin|Skólalúðrasveitarinnar]] og lagði grunninn að sterku ungmenna-lúðrasveitarstarfi við Listaskólann.
 
== Kirkjustarf ==
Hjálmar gekk í [[Hvítasunnukirkjan|Hvítasunnukirkjuna]] árið 1977 og var stólpi í henni til dauðadags. Árið 1980 var Hjálmar vígður sem öldungur við kirkjuna. Hann tók virkan þátt í safnaðarstarfinu og þá sérstaklega í tónlistarstarfinu. Starfrækti hann fjölda kóra, karla- og kvennakóra jafnt sem barnakóra. Stórt skarð  myndaðist við fráfall Hjálmars, en þess má geta að við fráfall hans tók söfnuðurinn sig saman og gerði upp [[Samkomuhúsið]], stóra sal Hvítasunnukirkjunnar. Ekki veitti af, því að um 600 manns komu í jarðarför Hjálmars, sem fór fram þann 4. febrúar 2006.  
 
[[Flokkur:Fólk]]

Útgáfa síðunnar 30. maí 2006 kl. 17:24

Hjálmar Guðnason fæddist á Vegamótum í Vestmannaeyjum 9. desember 1940, og lést 27. janúar 2006. Eiginkona Hjálmars var Kristjana Svavarsdóttir og áttu þau sex börn saman. Börn þeirra eru Anna Kristín, Guðni, Sigurbjörg, Ásta Margrét og Ólafur. Á fyrri árum var Hjálmar kenndur við Vegamót, en eftir gos var hann kenndur við heimili sitt, Hól.

Tónlistarstarf

Hjálmar starfaði lengi sem loftskeytamaður, áður en hann hóf störf við Tónlistarskólann. Kenndi hann á ýmis blásturshljóðfæri, en trompetið var hans aðalhljóðfæri. Hjálmar tók við Lúðrasveit Vestmannaeyja árið 1977 og stjórnaði henni í 11 ár. Síðustu ár Hjálmars reisti hann upp starf Skólalúðrasveitarinnar og lagði grunninn að sterku ungmenna-lúðrasveitarstarfi við Listaskólann.

Kirkjustarf

Hjálmar gekk í Hvítasunnukirkjuna árið 1977 og var stólpi í henni til dauðadags. Árið 1980 var Hjálmar vígður sem öldungur við kirkjuna. Hann tók virkan þátt í safnaðarstarfinu og þá sérstaklega í tónlistarstarfinu. Starfrækti hann fjölda kóra, karla- og kvennakóra jafnt sem barnakóra. Stórt skarð myndaðist við fráfall Hjálmars, en þess má geta að við fráfall hans tók söfnuðurinn sig saman og gerði upp Samkomuhúsið, stóra sal Hvítasunnukirkjunnar. Ekki veitti af, því að um 600 manns komu í jarðarför Hjálmars, sem fór fram þann 4. febrúar 2006.