Hjálmar Ísaksson (Kuðungi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júlí 2013 kl. 21:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júlí 2013 kl. 21:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Hjálmar Ísaksson''' skipasmiður í Kuðungi fæddist 7. september 1860 og lést 3. október 1929.<br> Foreldrar hans voru [[Ísak Jakob Jónsson (Norðurgarði)|Í...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi fæddist 7. september 1860 og lést 3. október 1929.
Foreldrar hans voru Ísak Jakob Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 1833, og barnsmóðir hans Valgerður Jónsdóttir frá Norðurgarði, síðar húsfreyja í Litlabæ og að lokum meðal útflytjenda til Vesturheims 1886, f. 20. ágúst 1832, d. 7. október 1896.

Hjálmar var á fyrsta ári með Valgerði móður sinni og hálfsystur sinni Guðríði Wúlfsdóttur í Kastala 1860. Þar voru einnig Guðrún systir Valgerðar og dóttir hennar Hjálmfríður Hjálmarsdóttir eins árs.
Hann var 10 ára niðursetningur á Vesturhúsum 1870 hjá Sveini Hjaltasyni ekkli, bónda og bústýru hans Ingibjörgu Ólafsdóttur.
Við manntal 1880 var Hjálmar 20 ára vinnumaður í Þorlaugargerði hjá Jóni Jónssyni Austmann og Rósu Hjartardóttur, en 1890 var hann kominn í Kuðung með Andríu og börnin Guðríði, Valdemöru Ingibjörgu og Jón.
Við manntal 1910 var Hjálmar ekkill í Kuðungi með bústýru. Hjá honum var barnið Jónína Rakel Pétursdóttir, f. 10. janúar 1908, dóttir Jóhönnu dóttur hans. Jónína Rakel dó 1915.

I. Barnsmóðir:
Kristín Jónsdóttir frá Stóra-Gerði, f. 1861. Foreldrar Jón Magnússon sjávarbóndi og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja.
Barn:
1. Jóhanna Hjálmarsdóttir, f. 1884, d. 31. maí 1912.
II. Kona Hjálmars, (1886), Andría Hannesdóttir húsfreyja, f. 1857, d. um 1899.
Börn þeirra:
2. Guðríður Hjálmarsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, f. 9. janúar 1884, d. 22. maí 1956.
3. Gísli Hjálmarsson verkamaður, f. 18. janúar 1893, d. 28. ágúst 1913.
4. Valdemara Ingibjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Götu, f. 27. október 1886 á Héraði, d. 7. ágúst 1969, kona Friðbjörns Þorkelssonar sjómanns frá Seyðisfirði..
5. Jón Hjálmarsson útgerðarmaður í Sætúni, f. 24. október 1890, d. 18. nóvember 1945, kvæntur Fríði Ingimundardóttur.
6. Hjálmfríður Andrea Hjálmarsdóttir, f. 6. nóvember 1897, d. 29. júní 1960, húsfreyja í Neskaupstað.
III. Bústýra: Jóhanna Björnsdóttir ekkja frá Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, f. 26. september 1865, d. 10. september 1943.


Heimildir