Hildur Árnadóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Hildur Tilde Árnadóttir frá Vilborgarstöðum fæddist 9. júlí 1873 á Vilborgarstöðum og lést 25. júní 1918 í Lethbridge í Alberta í Kanada.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi og sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 6. ágúst 1843, drukknaði af bátnum Gauki 13. mars 1874, og kona hans Vigdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1845, lést í Kanada 28. október 1925.

Systkini Hildar í Eyjum voru:
2. Ingveldur Árnadóttir, f. 28. júní 1867, d. 2. mars 1948 í Vesturheimi.
2. Árni Árnason sjómaður á Grund, f. 15. júlí 1870, d. 8. janúar 1924.
Hálfsystir Hildar, (sammædd), var
3. Jóhanna Sigríður Árnadóttir, f. 9. júlí 1864, d. 7. febrúar 1938 í Vesturheimi.

Faðir Hildar drukknaði, er hún var á fyrsta ári. Í lok ársins var hún með ekkjunni móður sinni í Vanangri, með henni í Helgahjalli 1875, í Kró 1876, á Löndum 1877, í Frydendal 1879 og þaðan fluttust mæðgurnar til Utah 1880.
Hildur giftist Ingimundi Jónssyni 1891 og bjó í Scofield þar sem hann vann við námugröft.
1903 fluttust þau til Raymond í Alberta í Kanada. Þau eignuðust 9 börn.
Hildur lést 1918 í Lethbridge í Kanada, en Ingimundur 1940 í Kaliforníu.

I. Maður Hildar var Ingimundur Jónsson trésmiður, blikksmiður, byggingameistari, f. 24. ágúst 1868 á Önundarstöðum í A-Landeyjum, d. 10. janúar 1940. Foreldrar hans voru Jón Ingimundarson bóndi, f. 31. maí 1829 í Miðey í A-Landeyjum, d. 22. ágúst 1891 í Spanish Fork í Utah, og síðari kona hans Þórdís Þorbjörnsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 18. apríl 1836 í Ártúnakoti á Rangárvöllum, d. 28. mars 1928 í Talmage í Idaho í Bandaríkjunum.
Þau Ingimundur eignuðust 9 börn:
1. John Edmond Johnson, f. 21. mars 1893 í Spanish Fork, d. þar 12. júlí 1895.
2. Erick Ingimore Johnson, f. 10. nóvember 1895 í Spanish Fork, d. 24. janúar 1992 í Pocatello í Idaho.
3. Vigdís Ingimundardóttir húsfreyja í Spanish Fork, f. 8. desember 1897 í Spanish Fork í Utah, d. 1. desember 1978 í Taber í Alberta í Kanada. Maður hennar John Pétur Valgardson.
4. Thordis Johnson, f. 12. júlí 1900 í Scofield Carbon í Utah, d. 21. júlí 1952 í Toole í Montana.
5. Edwin Johnson, f. 10. maí 1903 í Raymond í Alberta í Kanada, d, 10. maí 1972 í Soshome í Idaho.
6. Árni Arnie Johnson, f. 1906, d. 2001 í San Diego.
7. Harold Monroe Johnson, f. 31. maí 1908 í Raymond í Alberta, d. 7. maí 1963 í San Diego.
8. Leo Dean Johnson, f. 2. mars 1911 í Raymond í Alberta, d. 4. apríl 1996 í Salt Lake City.
9. Stanley Johnson, f. 1915 í San Diego.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.
  • Úr gögnum Kára Bjarnasonar og Fred Woods.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.