Hildigunnur Hlíðar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hildigunnur Hlíðar.

Hildigunnur Hlíðar Gunnarsdóttir lyfjafræðingur fæddist 22. ágúst á Krossum á Árskógsströnd, Ey.
Foreldrar hennar voru Gunnar Hlíðar dýralæknir, póst- og símstjóri, f. 20. maí 1914, d. 22. desember 1957, og kona hans Ingunn H. Sigurjónsdóttir Hlíðar húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 10. ágúst 1910, d. 7. apríl 1994.

Börn Ingunnar og Gunnars::
1. Guðrún Ingibjörg Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 9. ágúst 1942 á Akureyri. Maður hennar Jean Jensen
2. Brynja Gunnarsdóttir Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 16. september 1943 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Hörður Árnason, látinn.
3. Hildigunnur Hlíðar lyfjafræðingur, f. 22. ágúst 1944 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Birgir Dagfinnsson.
4. Jónína Vilborg Hlíðar húsfreyja, f. 10. mars 1946 á Steinsstöðum. Maður hennar Reynir Aðalsteinsson, látinn.
5. Sigríður Hlíðar kennari, f. 5. nóvember 1950 á Fífilgötu 2. Maður hennar Karl Jeppesen.

Hildigunnur var með foreldrum sínum, á Steinsstöðum og við Fífilgötu 2, en faðir hennar lést, er hún var 13 ára. Hún var hjá Jóhanni Hlíðar föðurbróður sínum, er hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1959.
Hildigunnur lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Laugarvatni 1964, hóf nám í lyfjafræði í Háskóla Íslands 1973, var við verknám í Laugarnesapóteki júní til ágúst 1974 og 1975, lauk exam. pharm. (lyfjafræðingaprófi) í september 1978.
Hún vann á réttarefnafræðideild Háskóla Íslands í 25 ár og hjá Lyf og heilsu í 15 ár, til 74 ára aldurs. Þau Birgir Jóhann giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Hildigunnar, (29. júlí 1967), er Birgir Jóhannes Dagfinnsson tannlæknir, f. 20. janúar 1942. Foreldrar hans Dagfinnur Björn Einarsson verkstjóri, f. 6. júlí 1910, d. 12. mars 1986, og Sigfríður Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1910, d. 25. september 1980.
Börn þeirra:
1. Björn Gunnar Birgisson sölustjóri, f. 2. júlí 1969. Kona hans Freyja Björk Gunnarsdóttir.
2. Anna Guðrún Birgisdóttir ferðafræðingur, bókari, f. 12. apríl 1977. Maður hennar Stefán Þór Ingimarsson.
3. Birgir Örn Birgisson tölvunarfræðingur, f. 16. október 1988.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hildigunnur.
  • Íslendingabók.
  • Lyfjafræðingatal. Lyfjafræðingar á Íslandi 1760-2002. Seltjarnarnes. Lyfjafræðingafélag Íslands 2004.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.