Herdís Magnúsdóttir (Nýborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 20:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 20:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Herdís Magnúsdóttir vinnukona frá Ystabæliskoti u. Eyjafjöllum fæddist 20. desember 1839 og lést 8. janúar 1914.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson bóndi í Ystabæliskoti, f. 14. nóvember 1788, d. 9. október 1864, og kona hans Vigdís Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1808, d. 14. október 1878.

Herdís var með foreldrum sínum í æsku, var vinnukona á Raufarfelli ytra u. Eyjafjöllum 1860, vinnukona á Leirum þar 1870.
Hún fluttist til Eyja 1878, var vinnukona hjá Sigurði í Nýborg 1879-81, en þar var Sveinn Árnason vinnumaður. Hún var vinnukona í Vanangri 1882, í Nýborg 1883, síðan á Oddsstöðum hjá Árna Þórarinssyni og Steinunni Oddsdóttur, en svo aftur í Nýborg og þá til dd. 1914. Hún vann m.a. við bræðslu lifrar við Brydeverzlun á vegum Sigurðar Sveinssonar húsbónda síns.
Um Herdísi fjallar Árni símritari í Bliki 1960, Gengið á reka.
Herdís lést 1914 „vinnukona í Nýborg – 76 ára“.

I. Barnsfaðir Herdísar var Sveinn Árnason Skaftfell frá Oddsstöðum, f. 6. október 1859, síðar í Vesturheimi.
Barn þeirra var
1. Guðjón Sveinsson, f. 20. mars 1881, d. 9. júní 1881 úr barnaveikindum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.