Herdís Magnúsdóttir (Nýborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Herdís Magnúsdóttir vinnukona frá Ystabæliskoti u. Eyjafjöllum fæddist 20. desember 1839 og lést 8. janúar 1914.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson bóndi í Ystabæliskoti, f. 14. nóvember 1788, d. 9. október 1864, og kona hans Vigdís Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1808, d. 14. október 1878.

Herdís var með foreldrum sínum í æsku, var vinnukona á Raufarfelli ytra u. Eyjafjöllum 1860, vinnukona á Leirum þar 1870.
Hún fluttist til Eyja 1878, var vinnukona hjá Sigurði í Nýborg 1879-81, en þar var Sveinn Árnason vinnumaður. Hún var vinnukona í Vanangri 1882, í Nýborg 1883, síðan á Oddsstöðum hjá Árna Þórarinssyni og Steinunni Oddsdóttur, en svo aftur í Nýborg og þá til dd. 1914. Hún vann m.a. við bræðslu lifrar við Brydeverzlun á vegum Sigurðar Sveinssonar húsbónda síns.
Um Herdísi fjallar Árni símritari í Bliki 1960, Gengið á reka.
Herdís lést 1914 „vinnukona í Nýborg – 76 ára“.

I. Barnsfaðir Herdísar var Sveinn Árnason Skaftfell frá Oddsstöðum, f. 6. október 1859, síðar í Vesturheimi.
Barn þeirra var
1. Guðjón Sveinsson, f. 20. mars 1881, d. 9. júní 1881 úr barnaveikindum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.