Henrý Þór Gränz

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Henrý Þór Gränz.

Henrý Þór Gränz frá Jómsborg við Víðisveg 9 byggingatæknifræðingur, markaðshagfræðingur, kennari fæddist þar 17. desember 1948.
Foreldrar hans voru Ólafur Adólf Gränz húsgagnasmíðameistari, f. 4. mars 1912, d. 14. ágúst 1960, og kona hans Ásta Ólafsdóttir Gränz húsfreyja, f. 8. janúar 1916, d. 23. apríl 1967.

Börn Ástu og Ólafs:
1. Sonja Margrét Gränz húsfreyja í Garðabæ, f. 24. ágúst 1939 á Þingvöllum. Maður hennar er Hlöðver Pálsson.
2. Carl Ólafur Gränz framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 16. janúar 1941 í Héðinshöfða. Fyrri kona hans er Kolbrún Ingólfsdóttir. Síðari kona er Iðunn Guðmundsdóttir.
3. Guðrún Violetta Gränz skrifstofumaður í Hveragerði, f. 12. september 1945 í Jómsborg. Maður hennar er Eyþór Bollason.
4. Róbert Helgi Gränz framkvæmdastjóri, f. 22. maí 1947 í Jómsborg, d. 13. maí 2017. Kona hans er Jóhanna Ingimundardóttir.
5. Henrý Þór Gränz byggingatæknifræðingur, f. 17. desember 1948 í Jómsborg. Kona hans er Ingibjörg Sigurðardóttir.
6. Hulda Ósk Gränz dagvistunarfulltrúi í Garðabæ, f. 6. júlí 1954 í Jómsborg. Maður hennar er Hannes Gíslason.

Henrý var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést, er Henrý var tæpra 12 ára.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1965, stundaði nám í Iðnskólanum í Eyjum og og trésmíði hjá Nýsmíði og síðar í Innréttingastofunni.
Henrý nam við Tækniskóla Íslands og síðan í Odense Teknikum og lauk B.Sc.-prófi í byggingatæknifræði 1978. Hann stundaði síðar nám í Markaðsháskólanum í Ósló og lauk þar námi í markaðshagfræði 1988. Henrý lauk námi til kennsluréttinda í Kennaraháskóla Íslands árið 2000.
Henrý stundaði sjómennsku og fiskvinnslu í æsku.
Hann var umdæmistæknifræðingur hjá Fasteignamati Ríkisins1979-1982 og síðan hjá Vegagerðinni 1992-1999. Hann hefur verið framhaldsskólakennari frá 1999 í Iðnskólanum í Hafnarfirði og eftir sameiningu Tækniskólans og Skóla atvinnulífsins til 2019.
Henrý starfaði í Rótaryklúbbi Borgarness um skeið, var formaður Norræna félagsins í Borgarfirði 1979-1992, var formaður skipulagsnefndar Borgarness 1979-1987, sat í ferðamálanefnd Borgarness, var virkur í Golfklúbbi Borgarness og formaður þar eitt kjörtímabil, var virkur í Golfklúbbi Odds og Oddfellowa frá 1992 og hefur starfað í Oddfellowreglunni frá 1994. Hann sat í kjaranefnd Tæknifræðingafélagsins og sat í stjórn þess. Hann var forsetri LEK samtaka í sex ár og sat síðan í Evrópustjórn eldri kylfinga ESGA (European senior golf association) 2011-2017.
Þau Ingibjörg giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu í Borgarnes, er hann kom frá námi í Danmörku og bjuggu þar til 1992, en fluttu þá í Kópavog og búa þar.

ctr
Henrý Þór og fjölskylda

I. Kona Henrýs, (19. febrúar 1972), er Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja, kennari, f. 18. mars 1948. Foreldrar hennar voru Sigurður Ingi Sigurðsson sveitarstjóri, oddviti á Selfossi, f. 16. ágúst 1909, d. 1. júní 2005, og kona hans Arnfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1919, d. 8. janúar 2016.
Börn þeirra:
1. Ásta Huld Henrýsdóttir Gränz kennari, deildarstjóri, f. 24. maí 1972. Maður hennar Jón Björn Bragason.
2. Arnfríður Henrýsdóttir Gränz kvensjúkdómalæknir, f. 3. júní 1975. Maður hennar Guðmundur Ómar Hafsteinsson.
3. Erla Hlín Henrýsdóttir Gränz lyfjafræðingur, f. 5. mars 1987. Maður hennar Hlynur Torfi Traustason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.