Henning Busk

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Henning Busk mjólkurfræðingur, verkstjóri frá Jótlandi fæddist 1. maí 1908 og lést 28. mars 1985.
Foreldrar hans voru Jörgen Busk bóndi og járnsmiður og kona hans Trine Busk.

Henning flutti til Íslands til að vinna við uppbyggingu Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi.
Hann flutti með Önnu til Eyja og aðstoðaði Einar ríka svila sinn við stofnun fyrirtækja hans, í fyrstu vann hann við smjörlíkisgerð, en síðan var hann vélamaður við Hraðfrystistöðina.
Henning og Anna fluttu til Reykjavíkur 1941 og Henning aðstoðaði svila sinn við að stofna Hraðfrystistöðina í Reykjavík og varð hann þar verkstjóri.
Þau Anna giftu sig 1935, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Vöruhúsinu .
Þau bjuggu síðast á Barðaströnd 17.
Henning lést 1985.
Anna bjó síðast í Fellsmúla 4. Hún lést 1994.

I. Kona Hennings, (26. júní 1935), var Anna Eyjólfsdóttir Busk húsfreyja, f. 20. apríl 1905 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 5. mars 1994.
Barn þeirra:
1. Eyjólfur Þór Busk tannlæknir í Þýskalandi, f. 5. ágúst 1937 í Vöruhúsinu, d. 26. desember 2011. Kona hans Ursula Busk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.