Helga Símonardóttir (Eyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Helga Símonardóttir.

Helga Símonardóttir frá Eyri, húsfreyja, verkakona á Selfossi fæddist 4. júlí 1925 á Eyri og lést 16. júní 2011.
Foreldrar hennar voru Símon Guðmundsson útgerðarmaður, verkamaður á Eyri við Vesturveg 25, f. 21. maí 1884 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1955, og kona hans Pálína Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1890 á Eyri í Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp, d. 23. nóvember 1980.
Fósturforeldrar Helgu voru Einar Jón Eyjólfsson frá Suður-Hvammi í Mýrdal, bóndi á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, f. 16. apríl 1897, d. 27. júní 1983, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir frá Reynisholti í Mýrdal, húsfreyja, f. 5. janúar 1895, d. 24. maí 1977.

Börn Pálínu og Símonar:
1. Sigríður Símonardóttir húsfreyja í Eyjum, Reykjavík og Hafnarfirði, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.
2. Fjóla Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. september 1918 í Reykjavík, d. 29. maí 2010.
3. Guðmundur Einar Símonarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920 í Reykjavík, síðast í Grindavík, d. 6. nóvember 1998.
4. Unnur Björg Símonardóttir, f. 22. janúar 1922 á Eiðinu, d. 2. júlí 1922.
5. Margrét Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 11. maí 1923 á Brimnesi, d. 23. september 2008.
6. Páll Símonarson, f. 3. maí 1924 á Eyri, d. 12. maí 1924.
7. Helga Símonardóttir húsfreyja, verkakona á Selfossi, f. 4. júlí 1925 á Eyri, d. 16. júní 2011.
8. Karl Símonarson skipstjóri í Reykjavík en lengst í Grindavík, f. 16. nóvember 1926 á Eyri, síðast í Grindavík, d. 12. apríl 1976.
9. Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
10. Magnús Jónsson, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006. Hann varð kjörbarn Jóns á Hólmi og Stefaníu Einarsdóttur.
11. Sverrir Símonarson verkamaður, sjómaður í Reykjavík og Kópavogi, f. 19. desember 1930 á Eyri, d. 16. nóvember 2016.
12. Unnur Símonardóttir, f. 16. mars 1932 á Eyri, d. 28. júní 1932.
13. Sveinbjörg Símonardóttir húsfreyja, einkaritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934 á Eyri.

Helga var með foreldrum sínum í frumbernsku.
Faðir hennar varð gjaldþrota í Kreppunni 1929, missti tvo báta, sem hann átti hlut í. Þau Pálína þurftu að koma tveim börnum í fóstur, Sigríður yngri fór í fóstur að Fagurhól í A-Landeyjum og Helga að Vatnsskarðshólum í Mýrdal, fjögurra ára gömul og var þar til 1945.
Hún fluttist til Selfoss, vann hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Þau Ingvaldur bjuggu saman frá 1949, giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn og Helga annaðist son Ingvalds. Þau bjuggu lengst á Kirkjuvegi 24 en seinustu árin bjuggu þau í Grænumörk 3.
Ingvaldur lést 2008 og Helga 2011.

I. Maður Helgu, (17. júní 1952), var Ingvaldur Valgarður Einarsson úr Reykjavík, bifreiðastjóri, f. 7. október 1922, d. 1. október 2008. Foreldrar hans voru Einar Jóhannsson búfræðingur, verkamaður frá Helgustöðum í Fljótum í Skagafirði, f. 13. október 1892, d. 13. júlí 1957, og kona hans Fanney Margrét Árnadóttir Holm frá Víkum á Skaga, A-Hún., f. 26. nóvember 1899, d. 2. ágúst 1969. Fósturfaðir Ingvalds var Boye Thomsen Holm verslunarmaður, f. 6. september 1873, d. 8. október 1948.
Börn Helgu og Ingvalds:
1. Einar Rafn Ingvaldsson vélvirki á Álftanesi, f. 18. ágúst 1953, d. 24. september 2012. Kona hans er Katrín Jóna Gunnarsdóttir.
2. Símon Grétar Ingvaldsson, f. 22. mars 1955. Kona hans var Hrafnhildur Scheving Jónsdóttir.
3. Héðinn Smári Ingvaldsson, f. 31. desember 1958. Kona hans er Bjarney Ragnarsdóttir.
4. Fanney Ósk Ingvaldsdóttir Risa húsfreyja, f. 9. október 1962. Maður hennar er Geir Ómar Kristinsson.
Stjúpbarn Helgu:
5. Hallgrímur Jón Ingvaldsson, f. 12. maí 1944. Kona hans er Kristbjörg Gunnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.