Helga Guðmundsdóttir (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Helga Guðmundsdóttir frá London, atvinnurekandi fæddist 19. mars 1873.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Erlendsson formaður og lóðs í London, f. 27. júní 1839 á Borgareyrum u. Eyjafjöllum, d. 20. júní 1875, og kona hans Una Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1939 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, d. 25. apríl 1930.

Börn Unu og Guðmundar í London voru:
1. Þorsteinn Guðmundsson sjómaður, f. 10. ágúst 1864, fórst með þilskipinu Jósefínu í apríl 1888.
2. Helgi Guðmundsson, f. 18. maí 1866, d. 10. júní 1866, „dó úr uppdráttarveiki barna“.
3. Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinum, f. 19. desember 1867, d. 26. febrúar 1924.
4. Þórdís Guðmundsdóttir bústýra, vinnukona, f. 7. september 1870, d. 26. maí 1949.
5. Helga Guðmundsdóttir, f. 19. mars 1873. Hún var þvottahúsrekandi í Kaupmannahöfn. Var á lífi 1948.
6. Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja í London, f. 29. júlí 1874, d. 19. september 1945.

Hálfsystir Helgu, barn Unu og Ólafs Magnússonar var
7. Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja á Velli, f. 27. júlí 1879, d. 27. september 1956.
Stjúpsystkini Þórdísar, börn Ólafs frá fyrra hjónabandi hans, voru:
1. Árni Ólafsson, f. 18. júní 1857.
2. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja á Vestdalseyri í Seyðisfirði, f. 6. ágúst 1859, d. 23. maí 1928.
3. Dóróthea Ólafsdóttir kaupkona á Brimnesi í Seyðisfirði, f. 1861, d. 13. júlí 1894.
4. Ólafur Ólafsson vinnumaður í London, f. 15. mars 1869, d. 22. febrúar 1899.
5. Hallvarður Ólafsson sjómaður, fór til Vesturheims frá London 1909, f. 27. mars 1872, d. 29. maí 1914.

Faðir Helgu lést, er hún var á 3. árinu. Hún var með móður sinni til 1884, var vinnukona hjá Agnes Aagaard sýslumannskonu í Skólastræti í Reykjavík 1890 og mun hafa farið til Danmerkur fyrir áhrif frá þeim eftir að embættisferli sýslumannsins lauk í Eyjum 1892.
Í Kaupmannahöfn stofnaði hún og rak sitt eigið þvottahús um árabil, m.a. á stríðsárunum síðari.
Nína Sæmundsson myndlistarmaður og myndhöggvari og Helga voru systkinabörn, Una móðir Helgu og Sæmundur faðir Nínu voru systkini.
Helga styrkti Nínu frænku sína til náms í Tekniske Skole 1915-1916. Þegar Nína veiktist af berklum hjálpaði hún henni til að komast á heilsuhæli í Sviss, þar sem hún dvaldi í eitt ár, náði bærilegri heilsu. Þannig var hún komin til Rómar 1921 og gat haldið áfram listaferli sínum. Helga var á lífi 1948.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.