Helga Einarsdóttir (Nýlendu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Helga Einarsdóttir og Gunnlaugur Guðmundsson.

Helga Einarsdóttir húsfreyja á bænum Berufirði í Berufirði, S-Múl. fæddist 10. október 1912 á Nýlendu og lést 13. febrúar 1993.
Foreldrar hennar voru Einar Þórðarson frá Götu í Holtum, Rang., verkamaður, lifrarbræðslumaður, f. 9. júní 1882, d. 12. febrúar 1925 á Sólheimum og fyrri kona hans Ingunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1885 á Brunnum í Suðursveit, d. 18. júní 1918 á Eiði.
Fósturforeldrar Helgu voru Árni Björn Guðmundsson bóndi á Felli í Breiðdal, f. 25. nóvember 1885, d. 3. maí 1924, og kona hans Guðlaug Helga Þorgrímsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 4. apríl 1886, d. 2. janúar 1961.

Börn Ingunnar og Einars:
1. Ásgeir Einarsson ráðsmaður, bóndi, síðan iðnverkamaður í Reykjavík, f. 14. febrúar 1907 á Horni í Bjarnanessókn í A-Skaft., d. 23. desember 1983.
2. Óskar Hafsteinn Einarsson, f. 6. september 1908 á Strönd í Stöðvarfirði, d. 27. nóvember 1932.
3. Nanna Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 14. janúar 1910 á Strönd í Stöðvarfirði, d. 3. janúar 1997. Hún var alin upp á Skeggjastöðum í Gerðahreppi hjá Guðnýju Gísladóttur og Guðmundi Guðmundssyni skósmið.
4. Guðlaug Lovísa Einarsdóttir húsfreyja á Fáskrúðsfirði, f. 14. janúar 1911 á Gjábakka, síðast á Árbliki í Fáskrúðsfirði, d. 16. maí 1993.
5. Helga Einarsdóttir húsfreyja á bænum Berufirði í Berufirði, S-Múl., f. 10. október 1912 á Nýlendu, d. 13. febrúar 1993.
6. Páll Vídalín Einarsson bifreiðastjóri á Höfn við Hornafjörð, f. 20. nóvember 1914 á Kirkjubæ, d. 13. desember 1988.
7. Svanhvít Kristín Einarsdóttir vinnukona, f. 18. desember 1916 í París, d. 20. maí 1934.
8. Kristinn Ingi Einarsson, f. 10. júní 1918 á Eiðinu, d. 13. nóvember 1945. Hann var fóstraður hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur á Reynivöllum í Suðursveit, A-Skaft., bjó síðast á Hraunbóli í V-Skaft.

Börn Einars Þórðarsonar og Guðrúnar Gísladóttur, síðari konu hans og hálfsystkini Helgu:
9. Sveinbjörn Þórarinn Einarsson bifreiðastjóri, f. 19. júlí 1919 á Jaðri, d. 8. desember 1995.
10. Þuríður Einarsdóttir, f. 15. september 1920 á Litlu-Grund, dó óskírð, en nefnd.
11. Þuríður Einarsdóttir, f. 22. maí 1922 á Litlu-Grund, síðar húsfreyja í Reykjavík, d. 14. mars 1992.
12. Ingunn Eyrún Einarsdóttir, f. 28. júní 1925 á Litlu-Grund, finnst ekki síðan og mun hafa dáið ung.

Helga fór í fóstur skömmun eftir fæðingu að Felli í Breiðdal. Guðlaug Helga Þorgrímsdóttir ljósmóðir kom við í Eyjum á leið úr Reykjavík og tók Helgu með sér, en Ingunn og Guðlaug voru kunnugar.
Helga ólst upp á Felli, varð vinnukona í Berufirði.
Þau Gunnlaugur giftu sig, eignuðust þrettán börn, bjuggu á bænum Berufirði.
Gunnlaugur lést 1985 og Helga 1993.

I. Maður Helgu, (16. júlí 1932), var Gunnlaugur Guðmundsson bóndi, f. 1. júlí 1908, d. 30. júlí 1985. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi í Berufirði, f. 13. apríl 1861, d. 9. apríl 1940, og Gyðríður Gísladóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1865, d. 21. febrúar 1943.

Börn þeirra:
1. Bragi Gunnlaugsson bóndi í Berufirði, f. 29. apríl 1932, d. 8. apríl 2018, ókvæntur.
2. Kristrún Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi í Fljótsdal og á Breiðdalsvík, f. 26. desember 1933. Maður hennar var Sigmar Pétur Pétursson.
3. Einar Gunnlaugsson bóndi á Melshorni í Berufirði, f. 4. apríl 1935, d. 20. apríl 1991. Fyrri kona hans var Jóna Reimarsdóttir. Síðari kona var Stefanía Jóhannsdóttir.
4. Ingunn Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi á Innri-Kleif í Breiðdal, f. 6. október 1936, d. 31. júlí 2016. Maður hennar var Ingólfur Reimarsson.
5. Óskar Gunnlaugsson bóndi á bænum Berufirði, f. 27. maí 1938. Kona hans er Sigurrós Jónasdóttir.
6. Guðríður Gunnlaugsdóttir húsfreyja á Breiðdalsvík, f. 29. september 1939. Maður hennar var Þröstur Þorgrímsson.
7. Guðmundur Gunnlaugsson verkamaður á Djúpavogi, f. 28. febrúar 1942. Kona hans er Hrönn Jónsdóttir.
8. Guðlaug Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi í Engihlíð í Breiðdal, f. 15. júlí 1943. Maður hennar er Halldór Pétursson.
9. Baldur Gunnlaugsson kaupmaður á Djúpavogi, f. 3. febrúar 1947. Kona hans er Svandís Kristinsdóttir.
10. Vilborg Gunnlaugsdóttir húsfreyja á Höfn við Hornafjörð, f. 4. desember 1949. Maður hennar er Eiríkur Sigurðsson.
11. Hallur Gunnlaugsson sjómaður í Breiðdal, f. 1. ágúst 1951, d. 5. maí 1985. Kona hans var Brynhildur Káradóttir.
12. Björn Gunnlaugsson vélstjóri á Höfn við Hornafjörð, f. 19. desember 1952. Kona hans er Ingunn Guðmundsdóttir.
13. Haukur Gunnlaugsson vélaviðgerðarmaður á Djúpavogi, f. 30. janúar 1955. Kona hans er Ingibjörg Jónasdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.