Haukur Þorgilsson (Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. febrúar 2019 kl. 21:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. febrúar 2019 kl. 21:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Haukur Þorgilsson (Grund)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Haukur Þorgilsson.

Haukur Þorgilsson frá Grund, loftskeytamaður, viðskiptafræðingur, veitingamaður, athafnamaður fæddist 23. maí 1938 á Vesturhúsum og lést 23. maí 2014.
Foreldrar hans voru Þorgils Guðni Þorgilsson verslunarmaður, aflestrarmaður, f. 2. desember 1885, d. 30. desember 1965, og kona hans Lára Kristmundsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1896, d. 23. janúar 1957.

Börn Láru og Þorgils voru:
1. Baldur Þorgilsson verslunarmaður, f. 27. febrúar 1921 á Vesturhúsum, d. 1. júní 1985. Kona hans, (skildu), var Rakel Jóhanna Sigurðardóttir.
2. Ari Þorgilsson vélstjóri, tímavörður, f. 12. júlí 1922 á Vesturhúsum, d. 24. ágúst 1981. Kona hans var Þorbjörg Sveinsdóttir.
3. Grétar Þorgilsson skipstjóri, f. 19. mars 1926 á Heiði. Kona hans er Þórunn Pálsdóttir.
4. Jón Þorgilsson vélstjóri, járnsmiður, f. 11. janúar 1931 á Hásteinsvegi 15, d. 19. febrúar 1988. Kona hans var Anna Fríða Stefánsdóttir.
5. Haukur Þorgilsson, f. 23. maí 1938 á Vesturhúsum, d. 23. maí 2014. Kona hans var Ingunn Helga Sturlaugsdóttir.

Haukur var með foreldrum sínum í æsku, á Vesturhúsum, á Sólbergi, Brekastíg 3 og Grund.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1956, loftskeytaprófi frá Loftskeytaskólanum 1961 og prófi í viðskiptafræðum í Háskóla Íslands 1968.
Hann var loftskeytamaður á dönsku skipi og sigldi víða. Þá var hann viðskiptafræðingur í Kenía, þar sem Ingunn og hann bjuggu um skeið.
Eftir heimkomuna var hann framkvæmdastjóri Hlínar h.f., en flutti búferlum til Boston í Bandaríkjunum og bjó þar í mörg ár. Ingunn vann þar við geðlækningar, en hann stofnaði gistiheimili, sem kallaðist Ból, Biti og Bryti (Bed, Breakfast and Butler.
Eftir andlát Ingunnar flutti hann heim og bjó í Hveragerði og Eyjum.
Þau Ingunn giftu sig 1966, eignuðust fjögur börn.
Ingunn lést 2007 og Haukur sneri heim og bjó í Hveragerði.
Þau Hrefna voru í sambúð.
Haukur lést 2014.

I. Kona Hauks, (5. febrúar 1966), var Ingunn Helga Sturlaugsdóttir húsfreyja, læknir, f. 17. október 1941, d. 15. október 2007. Foreldrar hennar voru Sturlaugur Haraldsson útgerðarmaður, framkvæmdastjóri á Akranesi, f. 5. febrúar 1917, d. 14. maí 1976, og kona hans, (skildu), Svana Guðrún Jóhannsdóttir frá Fagurlyst, Jósefssonar, f. 20. febrúar 1921, d. 12. nóvember 1992.
Börn þeirra:
1. Svana Lára Hauksdóttir húsfreyja, umhverfisfræðingur, f. 16. apríl 1968. Sambýlismaður var Matthew Wagstaff, en er nú Guðbjörn Kristvinsson.
2. Katrín Hauksdóttir húsfreyja, fjölmiðlafræðingur, f. 16. maí 1973. Sambýlismaður er Viktor Elfar Bjarkason.
3. Haukur Jóhann Hauksson flugmaður, f. 17. ágúst 1974, býr í Bandaríkjunum.
4. Helga Margrét Hauksdóttir húsfreyja, forleifafræðingur, f. 29. október 1979. Maður hennar er Ben Mathew. Hún býr í Bandaríkjunum.

II. Sambýliskona Hauks var Hrefna Sighvatsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1939. Foreldrar hennar voru Sighvatur Bjarnason skipstjóri, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 27. október 1903, d. 15. nóvember 1975, og kona hans Guðmunda Torfadóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1905, d. 27. september 1983.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 21. júní 2014. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.