Harpa Rútsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Harpa Rútsdóttir.

Kristrún Harpa Rútsdóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja fæddist 2. júní 1952 og lést 14. desember 2021 á heimili sínu í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Rútur Kristinn Hannesson hljóðfæraleikari, f. 16. ágúst 1920 á Stokkseyri, d. 18. ágúst 1984 og kona hans Ragnheiður Benediktsdóttir frá Hömrum í Haukadal, húsfreyja, f. 2. júlí 1924, d. 5. júlí 2013.

Harpa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam um skeið í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, lærði framreiðslu í Óðali, og lauk námi í Skrifstofu- og ritaraskólanum.
Harpa var þjónn, fór til Eyja 1974. Þar var hún læknaritari í 25 ár.
Þau Georg Þór giftu sig 1976, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 52.
Georg Þór lést 2001.
Kristrún Harpa flutti til Lands 2018, bjó í Kópavogi. Hún lést 2021.

I.   Maður Kristrúnar Hörpu, (6. ágúst 1976), var Georg Þór Kristjánsson, f. 25. mars 1950, d. 11. nóvember 2001.
Börn þeirra:
1.    Kristján Georgsson, f. 5. október 1975.
2.    Ragnheiður Rut Georgsdóttir, f. 23. júní 1977.
3.    Helga Björk Georgsdóttir, f. 20. október 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.