Haraldur Ragnarsson (Litla-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. maí 2022 kl. 19:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. maí 2022 kl. 19:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Haraldur Ragnarsson.

Haraldur Ragnarsson frá Litla-Hvammi, loftskeytamaður, skrifstofustjóri fæddist 15. október 1929 og lést 30. nóvember 2011 í Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð á Vífilsstöðum.
Foreldrar hans voru Ragnar Þorvaldsson sjómaður, skipstjóri, f. 26. janúar 1906 í Simbakoti á Eyrarbakka, d. 3. janúar 1991 í Reykjavík, og kona hans Ingibjörg Runólfsdóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1907 í Hausthúsum á Stokkseyri, d. 7. mars 1997 í Reykjavík.

Börn Ingibjargar og Ragnars:
1. Haraldur Ragnarsson loftskeytamaður, endurskoðandi, skrifstofustjóri, f. 15. október 1929, d. 30. nóvember 2011.
2. Solveig Þóra Ragnarsdóttir húsfreyja, starfsmaður Félagsmálastofnunar í Reykjavík, f. 29. október 1935 í Bræðratungu.
3. Guðný Ragnarsdóttir húsfreyja, fulltrúi á Hagstofunni, f. 12. ágúst 1940 á Landagötu 12.
4. Sólrún Ragnarsdóttir húsfreyja á Selfossi, verslunarmaður, tryggingastarfsmaður, f. 20. júlí 1951 á Kirkjuvegi 39.

Haraldur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk miðskólaprófi í Gagnfræðaskólanum 1946, lauk loftskeytamannaprófi, lærði endurskoðun.
Haraldur var sjómaður, lengi loftskeytamaður á togurum, síðan um skeið í radíóstöðinni í Gufunesi, vann á endurskoðunarskrifstofu, varð skrifstofustjóri hjá Flugmálastjórn, en síðast var hann skrifstofustjóri hjá Sölunefnd varnarliðseigna.
Þau Svava giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39B, en fluttu til Reykjavíkur 1953 og bjuggu þar lengst í Stóragerði.
Svava lést 2006 og Ragnar 2011.

I. Kona Haraldar, (28. apríl 1951), var Svava Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1930, d. 14. október 2006.
Börn þeirra:
1. Hulda Haraldsdóttir aðstoðarvörumerkjastjóri, f. 15. mars 1951. Maður hennar Pétur Hans Baldursson.
2. Ragnar Haraldsson verslunarmaður, f. 11. september 1953. Sambúðarkona Birna Garðarsdóttir.
3. Ingibjörg Haraldsdóttir kennari, f. 9. ágúst 1961. Maður hennar Hallgrímur Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.