Haraldur Arnór Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. september 2019 kl. 17:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. september 2019 kl. 17:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Haraldur Arnór Einarsson. '''Haraldur Arnór Einarsson''' frá Þorvaldseyri, kennari, auglýsingateiknari, listamaður fæd...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Haraldur Arnór Einarsson.

Haraldur Arnór Einarsson frá Þorvaldseyri, kennari, auglýsingateiknari, listamaður fæddist í Vestmannaeyjum 17. júlí 1924 og lést 16. apríl . Hann andaðist á heimili sínu, Borgarhrauni 19 í Hveragerði, 16. apríl 2005.
Foreldrar hans voru Einar Lárusson málarameistari, f. 20. mars 1893 í Álftagróf í Mýrdal, d. 5. maí 1963, og kona hans Sigrún Vilhjálmsdóttir frá Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi, Hnapp., húsfreyja, f. 29. september 1897, d. 19. janúar 1956.

Börn Sigrúnar og Einars:
1. Lárus Sigurfinnur Einarsson verslunarmaður, f. 23. mars 1922 í Tungu, d. 18. ágúst 1980.
2. Haraldur Arnór Einarsson kennari, auglýsingateiknari, myndlistarmaður, síðast í Hveragerði, f. 17 júlí 1924 á Reynivöllum, d. 16. apríl 2005.
3. Bragi Einarsson málarameistari, f. 27. apríl 1930 á Þorvaldseyri, d. 24. júlí 2002.

Haraldur var með foreldrum sínum fyrstu ár ævi sinnar, en var síðan lítið með móður sinni vegna veikinda hennar og dvalar hennar á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Hann lauk 2. bekkjar prófi í Gagnfæðaskólanum 1940, stúdentsprófi utanskóla í Menntaskólanum í Reykjavík 1947.
Haraldur dvaldi í Osló 1954-56 og vann á auglýsingateiknistofu, las við háskólann í Osló 1954 og 1956, lauk B.A.- prófi frá Háskóla Íslands 1957 í ensku og sögu.
Hann tók próf í uppeldisfræði við Háskóla Íslands 1967, sat námskeið hjá dr. Lee við Kennaraskóla Íslands, námskeið í ensku og bókmenntum á vegum British Council í Southhamtonháskóla 1969. Haraldur átti námsdvöl í London í kennslutækni og ensku 1976-1977, námskeið í hagnýttri málvísi og uppeldislegri sálarfræði og námskeið í enskum og amerískum bókmenntun og nútímamáli í Háskóla Íslands vormisserið 1977, námskeið í samanburði skólakerfa við Kennaraháskóla Íslands 1977.
Hann kenndi við Unglingaskólann í Höfðakaupstað 1949-51, Hagaskólann í Reykjavík 1958-59, Gagnfræðaskóla Kópavogs frá 1960 og Grunnskólann á Hellu 1977-78 .
Haraldur starfaði við auglýsingateiknun auk þess sem hann teiknaði og gaf út lita- og föndurbækur, teiknaði í blöð, tímarit, bækur og fyrir íslenska sjónvarpið. Einnig teiknaði hann andlitsmyndir af fólki.
Haraldur hlaut viðurkenningu frá listastofnuninni Art Instruction, Inc. í Minneapolis, Minnesota í Bandaríkjunum fyrir hæfni í teiknun 1956.
Þau María Elísabet giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn.
Haraldur missti Maríu Elísabetu 1984. Hann flutti til Hveragerðis og bjó þar. Hann lést 2005.

I. Kona Haraldar Arnórs, (6. janúar 1954), var María Elísabet Helgadóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 12. júní 1934, d. 15. ágúst 1984. Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson verkamaður í Reykjavík, f. 7. maí 1894, d. 7. apríl 1971, og kona hans Sigrún Ingveldur Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1904, d. 11. maí 1981.
Börn þeirra:
1. Rúnar Haraldsson, f. 6. maí 1954, d. 2. apríl 1982, ókv.
2. Helga Lára Haraldsdóttir myndlistarkona, myndlistarkennari í Reykjanesbæ, f. 8. október 1957. Sambýlismaður hennar er Ásgeir Rúnar Helgason.
3. Einar Gylfi Haraldsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 21. júlí 1959. Kona hans er Sigríður Gunnarsdóttir.
4. Haraldur Arnar Haraldsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 26. júní 1960. Kona hans er Steinunn Hrafnsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Helga Lára og Steinunn.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1. maí 2005. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.