Hannes Ingibergsson (Hjálmholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. apríl 2021 kl. 14:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. apríl 2021 kl. 14:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Hannes Ingibergsson á Hannes Ingibergsson (Hjálmholti))
Fara í flakk Fara í leit
Hannes Ingibergsson.

Hannes Ingibergsson frá Hjálmholti, íþróttakennari, þjálfari, ökukennari, athafnamaður fæddist 24. október 1922 og lést 9. desember 2012.
Foreldrar hans voru Ingibergur Hannesson frá Votmúla í Sandgerðishreppi, Árn., verkamaður í Hjálmholti, f. 15. febrúar 1884, d. 3. september 1971, og kona hans Guðjónía Pálsdóttir frá Garðhúsum á Miðnesi, Gull., húsfreyja, f. þar 14. febrúar 1884, d. 19. desember 1948.

Börn Guðjóníu og Ingibergs:
1. Sigríður Ingibergsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli í Skutulsfirði, síðan í Reykjavík, f. 31. maí 1911, d. 29. janúar 2002. Barnsfaðir hennar var Jón Finnbogi Bjarnason. Maður hennar var Jóhann Vilhjálmur Guðlaugsson.
2. Páll Ingibergsson sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 6. maí 1913, d. 15. janúar 1988. Kona hans Maren Guðjónsdóttir.
3. Júlíus Ingibergsson sjómaður, útgerðarmaður, útgerðarstjóri, f. 17. júlí 1915, d. 11. ágúst 2000. Kona hans Elma Jónsdóttir.
4. Hannes Ingibergsson íþróttakennari, f. 24. október 1922, d. 9. desember 2012. Kona hans Jónína Halldórsdóttir.
5. Ólafur Ingibergsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1925, d. 21. júlí 2006. Kona hans Eyrún Hulda Marinósdóttir.

Hannes var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en dvaldi löngum undir Eyjafjöllum á unglingsárum.
Hann var í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1943-1945, lauk íþróttakennaraprófi í Íþróttakennaraskóla Íslands þar 1946, sótti námskeið í fimleikum að Malmahed í Svíþjóð 1947, fékk ökukennararétindi 1955.
Hannes var baðvörður í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, ók vörubíl um skeið.
Hann varð íþróttakennari í Melaskóla í Reykjavík frá 1947-1971, stundakennari í Stýrimannaskólanum í Reykjavík frá 1947 í 15 ár og kennari hjá Glímufélaginu Ármanni frá sama tíma til 1952. Þá kenndi hann í Menntaskólanum við Tjörnina og Menntaskólann við Sund 1971-1992. Auk þess var hann sundkennari víða um land á sumrum. Hjónin ráku gufubaðstofu í samvinnu við aðra.
Hannes var ökukennari til 2001 og rak ásamt konu sinni sumarbúðir í Skíðaskála KR 1961-1971.
Þau Jónína giftu sig 1948, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Lálandi 2.
Jónína lést 2008. Hannes dvaldi síðast á Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Hann lést 2012.

I. Kona Hannesar, (13. nóvember 1948), var Jónína Halldórsdóttir frá Vindheimum í Ölfusi, húsfreyja, skólastarfsmaður, f. 9. júlí 1926, d. 28. júní 2008. Foreldrar hennar voru Halldór Magnússon bóndi, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 23. ágúst 1893, d. 9. nóvember 1978, og kona hans Sesselja Einarsdóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1901, d. 5. febrúar 1992.
Börn þeirra:
1. Georg Kjartan Hannesson, f. 8. apríl 1946, d. 19. júní 1969. Hann var kjörbarn Hannesar. Kona hans Jóhanna Björk Jónsdóttir.
2. Laufey Bryndís Hannesdóttir verkfræðingur, f. 21. júní 1949. Maður hennar Gísli Karel Halldórsson.
3. Hjördís Hannesdóttir húsfreyja, líffræðingur, f. 5. apríl 1955. Maður hennar Hannes Gunnar Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 17. desember 2012. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.