Hannes Haraldsson (Fagurlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Hannes Haraldsson.
Ásta, Unnur, Sigurbjörg og Hannes Haraldsbörn.

Hannes Haraldsson frá Fagurlyst, skipstjóri fæddist 4. október 1938 í Garðinum.
Foreldrar hans voru Haraldur Hannesson skipstjóri, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000, og kona hans Elínborg Guðríður Sigbjörnsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1911 á Ekru, d. 11. ágúst 1995.

Börn Elínborgar og Haraldar:
1. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1933 á Ekru, d. 23. júlí 2018.
2. Ásta Haraldsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1934 í Garðinum.
3. Hannes Haraldsson skipstjóri, f. 4. október 1938 í Garðinum.
4. Sigurbjörg Haraldsdóttir, f. 2. október 1939 í Garðinum, d. 11. júlí 1942.
5. Sigurbjörg Haraldsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1945 í Fagurlyst.

Hannes var með foreldrum sínum í æsku, stundaði snemma sjómennsku með föður sínum á báti hans Baldri VE 24. Hann lauk námi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, tók fiskimannapróf 1962.
Hannes var síðar skipstjóri á Baldri eða frá 1972g, en hætti skipstjórn, er Baldur fór í úreldingu um árið 2000. Hann hefur verið í trilluútgerð með Haraldi syni sínum og rekið trilluna Víkurröst.
Þau Magnea Guðrún giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á heimili foreldra sinna við giftingu, á Kirkjubæjarbraut 7 1966, síðan á Bakkastíg 6 fram að Gosi 1973. Eftir Gos bjuggu þau á Sóleyjargötu 7, en síðar að Stóragerði 10.
Magnea lést 2023.

I. Kona Hannesar, (23. október 1965), var Magnea Guðrún Magnúsdóttir frá Felli, f. 28. desember 1942, d. 29. janúar 2023.
Börn þeirra:
1. Hafdís Hannesdóttir húsfreyja, skrifstofumaður hjá Vinnslustöðinni, f. 16. júlí 1966. Maður hennar er Jóhann Þór Jóhannsson og Guðlaugar Pétursdóttur frá Kirkjubæ.
2. Haraldur Hannesson rafvirki, stýrimaður, útgerðarmaður, eigandi og rekur trilluna Víkurröst ásamt Hannesi föður sínum, f. 2. október 1968. Kona hans er Anna Ólafsdóttir og Svövu Hafsteinsdóttur.
3. Hafþór Hannesson sölustjóri hjá Pennanum í Reykjavík, f. 29. júní 1972. Kona hans er Þorbjörg Hanna Ögmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Haraldur Hannesson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.