Hallvarður Ólafsson (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Hallvarður Ólafsson frá London, sjómaður fæddist 27. mars 1872 og lést 29. maí 1914.
Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, síðar í London, f. 18. júlí 1828, d. 21. mars 1904, og fyrri kona hans Elsa Dóróthea Árnadóttir húsfreyja, f. 29. september 1832, d. 21. september 1877.

Hallvarður var með foreldrum sínum í Berjanesi í æsku. Móðir hans lést 1877 og faðir hans fór með nokkur börn sín til Eyja 1878. Þar kvæntist hann Unu Guðmundsdóttur í London, en hún var þá nýlega orðin ekkja eftir Guðmund Erlendsson.

Hallvarður var með foreldrum sínum í London í æsku, var þar enn 1894, var lausamaður þar 1901, var í Hlíð við fæðingu Ólafs 1904, í London 1907 og 1909, er hann fluttist til Vesturheims, en Sigríður fór Vestur með börnin frá London 1911. Þau bjuggu á Graham Island í Bresku-Columbíu.
Hallvarður lést 1914.

Kona Hallvarðs, (1903), var Gróa Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 17. apríl 1875, d. 30. desember 1973.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Ólafur Hallvarðsson, f. 13. febrúar 1904 í Hlíð, d. 8. mars 1993. Hann bjó í Prince Robert, kvæntur norskri konu.
2. Þórhildur Hallvarðsdóttir hjúkrunarfræðingur, 4. febrúar 1907 í London, d. í júní 1930. Hún var ógift og barnlaus.
3. Svanhvít Hallvarðsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1908 í London, d. 26. október 2000. Hún var gift áströlskum manni og bjó nálægt Vancouver


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættir Síðupresta. Björn Magnússon. Norðri 1960.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.