Halldóra Gísladóttir (Nöjsomhed)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. desember 2017 kl. 13:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. desember 2017 kl. 13:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Gísladóttir frá Nöjsomhed, vinnukona fæddist 12. desember 1885 í Reykjavík og lést 10. júní 1965.
Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason Bjarnasen smiður, beykir og verslunarmaður, f. 27. júlí 1858, d. 6. maí 1897, og kona hans Helga Guðmundsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 24. júní 1863, d. 18. mars 1931.

Börn Gísla og Helgu voru:
1. Halldóra Gísladóttir vinnukona, f. 12. desember 1885, d. 10. júní 1965.
2. Gíslína Gísladóttir, f. 12. desember 1885, d. 12. maí 1891.
3. Jón Gíslason útgerðarmaður á Ármótum, f. 4. janúar 1888 á Uppsölum, d. 20. febrúar 1970.
4. Jórunn Gísladóttir húsfreyja, f. 27. júní 1889, d. 3. nóvember 1961.
5. Sigríður Gíslína Gísladóttir, f. 13. ágúst 1891, d. 18. janúar 1892.
6. Halla Sigríður Gísladóttir, f. 29. desember 1892 í Nöjsomhed, d. 17. mars 1893.
7. Guðmundur Gíslason, f. 16. júní 1894, d. 12. nóvember 1894.
8. Karólína Vilborg Gísladóttir, f. 5. janúar 1896 í Nöjsomhed, d. 25. júlí 1896.

Barnsfaðir Helgu var Einar Jónsson sjómaður frá Káragerði í V-Landeyjum, f. 12. júní 1863, d. 27. nóvember 1941.
Barn Helgu og Einars Jónssonar úr Landeyjum var
9. Gíslína Sigríður Helga Einarsdóttir húsfreyja í Stafholti, f. 18. ágúst 1900, d. 12. ágúst 1967.

Börn Helgu og Einars Halldórssonar útgerðarmans og sjómanns í Sandprýði voru:
10. Gunnar Ármann Einarsson vélstjóri, f. 31. júlí 1902, fórst með Minervu VE-241 24. janúar 1927.
11. Vilmunda Einarsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1908, d. 23. júní 1988.
Sonur Einars og stjúpsonur Helgu var
12. Ólafur Einarsson bátsformaður á Búðarfelli, f. 10. janúar 1897, d. 27. janúar 1928.

Halldóra fæddist í Reykjavík og var þar með foreldrum sínum og fluttist með þeim kornabarn til Eyja 1886.
Þau bjuggu á Uppsölum til 1888, en í lok árs voru þau komin í Nöjsomhed.
Faðir hennar lést 1897.
Halldóra var tökubarn í Miðkrika í Hvolhreppi 1901, en var komin til móður sinnar og síðari manns hennar Einars Halldórssonar i Sandprýði 1908.
Einar stjúpi hennar drukknaði í Höfninni 1912 og í lok árs var móðir hennar með barnahópinn í Sandprýði. Þar var hún með móður sinni næstu árin, en með henni voru Jón Gíslason sonur hennar og Þórunn Markúsdóttir kona hans, en 1924 hafði Jón byggt Ármót og hafði fjölskylduna þar hjá sér. Halldóra var enn í heimilinu 1940, vinnukona þar 1945.
Hún fluttist suður 1945, var hjá Jórunni systur sinni. Jórunn lést 1961 og þá fluttist Halldóra til Eyja og dvaldi á Elliheimilinu til dd. 1965.
Halldóra var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.