Halldóra Guðmundsdóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Halldóra Guðmundsdóttir frá Háagarði, húsfreyja fæddist 20. september 1873 og lést 6. apríl 1924.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson bóndi í Háagarði, f. 7. júlí 1834, d. 14. febrúar 1897, og kona hans Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 28.október 1838, d. 11. mars 1891.

Halldóra var systir Magnúsar Guðmundssonar í Hlíðarási.

Halldóra ólst upp með foreldrum sínum, var léttastúlka á Löndum 1901.
Þau Gunnar eignuðust Stefaníu 1902, giftu sig 1904 og héldu til Vesturheims.

Maður hennar, (17. janúar 1904), var Gunnar Jónsson verkamaður á Heiði 1901, í Hlaðbæ 1904, f. 26. apríl 1879.
Barn þeirra í Eyjum var
1. Stefanía Gunnhildur Gunnarsdóttir, f. 23. nóvember 1902. Hún fluttist með foreldrum sínum til Vesturheims 1904, bjó í Winnipeg undir ættarnafninu O´Reilly


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.