Halldór Kolbeins

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júlí 2021 kl. 19:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júlí 2021 kl. 19:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Séra Halldór ásamt konu sinni, Láru.

Halldór Kolbeins var prestur Vestmannaeyinga frá 1945 til 1961. Hann var fæddur að Staðarbakka í Miðfirði 16. febrúar 1893 og lést 29. nóvember 1964. Foreldrar hans voru séra Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson á Staðarbakka og kona hans Þórey Bjarnadóttir. Eiginkona Halldórs var Lára Ágústa Ólafsdóttir. Þau áttu saman sex börn, auk þess að ala upp tvö fósturbörn.

Halldór varð stúdent í Reykjavík árið 1915 og lauk síðan cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 1920. Hann lauk einnig kennaraprófi sama ár. Halldór var mikill tungumálamaður og var víðlesinn.

Séra Halldór ásamt fjölskyldu sinni.

Halldór fékk veitingu fyrir Flatey 1921, Stað í Súgandafirði 1925 og síðar Mælifelli árið 1941. Hann var settur til prestþjónustu í Vestmannaeyjum frá 1938 til 1939. Halldór fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli árið 1945 og gegndi því til ársins 1961. Hann sat að Ofanleiti alla sína prestskapartíð í Eyjum og var næst síðasti presturinn sem þar bjó en Þorsteinn Lúther Jónsson bjó þar á í einn vetur. Eftir það var húsið leigt ýmsum, allt þar til það var rifið, árið 1977. Halldór stundaði einnig kennslu, bæði í Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.





ctr
Fermingarsystur 1949 með séra Halldóri.

Efsta röð frá vinstri:
Elín Guðfinnsdóttir - Sigríður Ólafsdóttir (Sissa) - Hildur Jónsdóttir - Geirþrúður Sigurðardóttir (Geira í Nýjabæ) - Þóra Sigurðardóttir, Þingeyri - Guðrún Jóhannsdóttir (Rúna) - Guðrún Steinsdóttir (Dúra á Múla) - Fríða Hjálmarsdóttir (Jónu ljósu) - Guðný Óskarsdóttir - Kristín Sigurlásdóttir (Kiddý) - Brynja Pálsdóttir (Héðinshöfða).
Önnur röð:
Þóra Ragnarsdóttir (Litla-Hvammi) - Birgitta Andersdóttir - Ingibjörg Gísladóttir (Imba á Hvanneyri) - Guðbjörg Hallvarðsdóttir - Hafdís Ingvarsdóttir (Birtingarholti) - Halldóra Ármannsdóttir (Seljalandi) – Sigurbjörg Guðnadóttit (Systa á Vegamótum), Þuríður Ólafsdóttir (Dússý í Suðurgarði).
Fremsta röð:
Gunnhildur Helgadóttir (Staðarhóli) - Gunnhildur Bjarnadóttir (dýralæknis) - Sr. Halldór Kolbeins - Addý Jóna Guðjónsdóttir - Jóna Sigríður Benónýsdóttir (Binna í Gröf) - Jenný Hallbergsdóttir - Erla Guðnadóttir (Ráðagerði). (Eigandi myndar er Lára Halla Jóhannesdóttir).