Halldór Hjörleifsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldór Hjörleifsson smiður, iðnfræðingur fæddist 9. nóvember 1960 í Eyjum.
Foreldrar hans Hjörleifur Guðnason múrarameistari, húsvörður, f. 5 júní 1925 að Hjarðarholti í Seyðisfirði, d. 13. júní 2007, og kona hans Inga Jóhanna Halldórsdóttir frá Norðfirði, húsfreyja, f. 30. nóvember 1927.

Börn Ingu og Hjörleifs:
1. Lilja Dóra Hjörleifsdóttir, f. 7. október 1947.
2. Guðmunda Hjörleifsdóttir, f. 23. apríl 1949.
3. Guðjón Hjörleifsson, f. 18. júní 1955.
4. Guðni Hjörleifsson, f. 8. nóvember 1957.
5. Halldór Hjörleifsson, f. 9. nóvember 1960.
6. Sigrún Hjörleifsdóttir, f. 25. ágúst 1962.
7. Jónína Björk Hjörleifsdóttir, f. 24. maí 1966.

Halldór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsasmíði hjá Þórði Inga Sigursveinssyni, varð sveinn 1986, lærði síðar byggingaiðnfræði í Háskólanum í Reykjavík, lauk prófum 2007.
Halldór hefur unnið við sérsvið sitt. Þau Erna reka gistiheimili á Ofanleitissvæðinu.
Þau Erna giftu sig 1985, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Áshamar og Foldahraun, byggðu húsið við Kirkjubæjarbraut 15 og búa þar.

I. Kona Halldórs, (26. maí 1985), er Erna Þórsdóttir húsfreyja, gistiheimilisrekandi, f. 28. júlí 1963.
Börn þeirra:
1. Hafþór Halldórsson rafeindavirki, f. 20. ágúst 1983. Fyrrum sambúðarkona Eva María Jónsdóttir. Sambúðarkona Linda Rós Sigurðardóttir.
2. Halldóra Björk Halldórsdóttir leikskólakennari, f. 19. nóvember 1986. Maður hennar Björn Sigþór Skúlason.
3. Brynja Rut Halldórsdóttir húsfreyja, sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur, f. 22. febrúar 1993. Fyrrum sambúðarmaður Tómas Ísleifsson. Maður hennar Ríkarð Magnússon.
4. Ingi Þór Halldórsson húsasmiður, f. 10. júlí 1995. Sambúðarkona hans Margrét Ástrós Gunnarsdóttir.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.