Halla Sigurðardóttir (Nöjsomhed)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. desember 2017 kl. 13:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. desember 2017 kl. 13:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Halla Sigurðardóttir vinnukona frá Langagerði í Stórólfshvolssókn fæddist 1830 í Breiðabólsstaðarsókn í Fljótshlíð og lést 15. mars 1890 í Nöjsomhed.
Foreldrar hennar voru Sigurður Snorrason bóndi í Langagerði, f. 5. apríl 1799, d. 8. apríl 1846, og kona hans Valgerður Bergsteinsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1801, d. 17. mars 1894.

Halla var með foreldrum sínum í Vallarhjáleigu í Hvolhreppi 1835, í Langagerði 1840 og 1845, með ekkjunni móður sinni og systkinum þar 1850 og 1855.
Hún fluttist til Eyja 1857, vinnukona, úr Hvolssókn að Juliushaab, var þar vinnukona á árinu og þar var Gísli Bjarnasen verslunarþjónn. Hún sneri til lands 1858 og ól Gísla. Hún kom honum í fóstur til ömmubróður hans í Jómsborg 1860.
Halla var vinnukona í Hallgeirsey við fæðingu Gísla 1858, í Garðsaukahjáleigu í Hvolhreppi 1860, á Brekkum í Breiðabólsstaðarsókn 1870 og á Stórólfshvoli 1880.
Hún kom til Eyja með Gísla syni sínum og fjölskyldu hans 1886 og dvaldi hjá þeim til dd. 1890.

Barnsfaðir Höllu var Sigurður Gísli Gunnar Bjarnasen, síðar verslunarstjóri, f. 30. maí 1837.
Barn þeirra var
1. Gísli Gíslason smiður og beykir, f. 27. júlí 1858, d. 6. maí 1897.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.