Hafsteinn Austmann

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hafsteinn Austmann Kristjánsson listmálari, kennari fæddist 19. júlí 1934.
Foreldrar hans Kristján Hreinsson sjómaður frá Stokkseyri, f. 27. ágúst 1910, d. 30. október 1998, og Kristín Sigurveig Friðrikka Guðmundsdóttir, f. 20. nóvember 1913, d. 20. júlí 1990.

Kristján lauk prófi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1954, teiknikennaraprófi 1971, nam í Academie de la Grande Chomiere í París 1954-1955, í Danmarks Lærerhöjskole í Århus afdeling 1968-1969.
Hann var stundakennari í Myndlistarskóla Vestmannaeyja 1957-1958, í Austurbæjarskólanum í Rvk 1959-1963 og 1878-1979, Myndlistarskóla Reykjavíkur 1963-1965, Kársnesskóla í Kópavogi, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Flataskóla í Garðabæ og Iðnskólanum í Hafnarfirði 1964-1971. Hann var kennari í Kársnesskóla frá 1971 (leyfi 1976-1977 og 1982-1984).
Þau Guðrún giftu sig, eignuðust tvö börn.
Guðrún lést 2018.

I. Kona Hafsteins var Guðrún Þ. Stephensen kennari, leikkona, f. 29. mars 1931, d. 16. apríl 2018. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Ö. Stephensen leikari, leiklistarstjóri, f. 21. desember 1904, d. 13. nóvember 1991, og kona hans Dóróthea Guðmundsdóttir Breiðfjörð Stephensen húsfreyja, starfsmaður Þjóðminjasafnsins, f. 17. desember 1905, d. 31. ágúst 2001.
Börn þeirra:
1. Dóra Hafsteinsdóttir, f. 17. september 1954, d. 26. febrúar 2019. Maður hennar Sigurður Ingi Margeirsson.
2. Kristín Hafsteinsdóttir, f. 11. apríl 1956. Fyrrum maður hennar Ólafur Hjörtur Sigurjónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.