Hörður Sigmundsson (Hólmgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Hörður Sigmundsson frá Hólmgarði, verkamaður, matsveinn í Eyjum og Reykjavík fæddist 8. desember 1928 í Vinaminni og lést 19. nóvember 1974.
Foreldrar hans voru Sigmundur Jónsson trésmiður, sjómaður, vélstjóri, f. 14. apríl 1875 á Hólum í Norðfirði, d. 4. október 1930, og sambýliskona hans Sólbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1887 í Vestra-Skorholti í Leirársveit í Borg., d. 7. október 1965 í Reykjavík.

Börn Sigmundar og hálfsystkin Harðar:
1. Ólafur Emil Sigmundsson sjómaður í Reykjavík, síðar á Dalvík, f. 20. desember 1899 á Seyðisfirði, d. 30. nóvember 1941. Hann var tökubarn í Garðhúsum 1910.
2. Adólf Sigmundsson, f. 27. janúar 1901, d. 2. febrúar 1903.
3. Guðmundur Sigmundsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 7. júlí 1902, d. 16. október 1955, ókv.
4. Anna Sigmundsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, síðar í Reykjavík, f. 30. janúar 1905 á Nesi í Norðfirði, d. 27. ágúst 1971.

Börn Sólbjargar og Sigmundar:
1. Undína Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. júní 1912 á Sælundi, d. 19. maí 1981.
2. Ríkarður Sigmundsson rafvirkjameistari, kaupmaður í Reykjavík, f. 7. janúar 1914 í Lambhaga, d. 28. desember 1995.
3. Fjóla Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. september 1915 á Hlíðarenda, d. 12. júlí 1987.
4. Svanhvít Ingibjörg Sigmundsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 26. september 1917 í Vinaminni, d. 30. apríl 1981.
5. Oddný Friðrikka Sigmundsdóttir verslunarmaður, verkakona í Reykjavík, f. 9. janúar 1920 í Vinaminni, d. 18. febrúar 2010.
6. Hrefna Sigmundsdóttir, f. 21. febrúar 1922 í Vinaminni, d. 16. apríl 2013.
7. Stúlka, f. 11. apríl 1924, d. 28. apríl 1924.
8. Guðjón Sigmundsson sjómaður, skipstjóri, verkstjóri, f. 16. janúar 1926 í Vinaminni, d. 13. ágúst 1979.
9. Hörður Sigmundsson matsveinn í Reykjavík, f. 8. desember 1928 í Vinaminni, d. 19. nóvember 1974.

Hörður var stutta stund með foreldrum sínum, því að tæpra tveggja ára missti hann föður sinn.
Hann fluttist með móður sinni að Njarðarstíg 8, var þar með henni 1930, síðan í Hólmgarði.
Hann var sjómaður og matsveinn.
Hörður eignaðist barn með Magneu Stefaníu 1949.
Hörður fluttist til Reykjavíkur, giftist Ingu og þau eignuðust þrjú börn.
Þau fluttu til Eyja um 1952, eignuðust þar tvö af börnum sínum, bjuggu á Blómsturvöllum, Faxastíg 27.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1965, bjuggu á Holtsgötu 21 og síðan í Hjarðarhaga.
Þau Inga skildu 1968.
Þau Erla Sigfríð giftu sig 1970, eignuðust eitt barn.
Hörður bjó síðast á Bárugötu 20 í Reykjavík.
Hann lést 1974.

I. Barnsmóðir Harðar var Magnea Stefanía Guðlaugsdóttir matsveinn, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 16. apríl 1929, d. 10. nóvember 1988.
Barn þeirra:
1. Þóra Ágústa Harðardóttir húsfreyja, tollfulltrúi í Njarðvík, f. 13. janúar 1949. Maður hennar Kristján Kristjánsson.

II. Kona Harðar, (14. október 1951, skildu), var Inga Halldóra Kristín Maríusdóttir húsfreyja, verslunarmaður, innheimtustjóri í Reykjavík, f. 22. október 1931 á Höfða í Grunnavíkurhreppi, N-Ís., d. 8. júní 1997. Foreldrar hennar voru Maríus Jónsson vélstjóri frá Eskifirði, f. 25. nóvember 1908, d. 20. október 1994, og María Kristín Pálsdóttir húsfreyja frá Höfða í Grunnavíkurhreppi í N-Ís, f. 24. september 1906, d. 9. febrúar 1993.
Börn þeirra:
2. María Harðardóttir hárgreiðslu- og sýningarstúlka, f. 27. febrúar 1952 á Blómsturvöllum, Faxastíg 27. Maður hennar, skildu, var Sverrir Agnarsson.
3. Hrefna Harðardóttir leirlistarkona, framkvæmdastjóri, f. 5. október 1954 á Blómsturvöllum, Faxastíg 27. Fyrri maður hennar Ólafur Haukur Óskarsson. Síðari maður Hrefnu er Björn Steinar Sólbergsson.
4. Snorri Harðarson búfræðingur, rafvirki, f. 28. maí 1963 í Reykjavík. Fyrri kona hans, skildu, Lísa Björk Ingólfsdóttir. Síðari kona Guðný Lilja Björnsdóttir.

III. Síðari kona Harðar var Erla Sigfríð Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. október 1928 í Reykjavík, d. 23. apríl 2014. Foreldrar hennar voru Jón Hafliði Vilhjálmsson bifreiðastjóri í Garðabæ, f. 17. september 1908 í Miðhúsum í Grindavík, d. 20. desember 1990, og kona hans Kristbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1907 í Reykjavík, d. 16. desember 1986 í Hafnarfirði.
Barn þeirra:
5. Sólbjörg Harðardóttir verslunarkona í Hafnarfirði og Garðabæ, f. 4. janúar 1972 í Reykjavík. Maður hennar Þór Garðarsson Clausen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.