Högni Sigurðsson (Vatnsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. júlí 2005 kl. 14:13 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. júlí 2005 kl. 14:13 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Vestmannaeyjar
Ein er sú í Atlants-álum
öld af öld í ramma-slag.
Byltir af sér báru-fálum,
bifast ei vð högg né lag.
Rán og Kári úr reiðiskálum
ryðja á hana nótt og dag.
Aðdáendur áttu marga,
undurfagra eyjan mín;
tigin reisn og töfrar bjarga
tignaráhrif eykur þín.
Engin sprengja örg má farga
unaðsþokka, er af þér skín.
Þegar sumarsól í heiði
sindrar gulli' á klæðin þín,
dýrðleg ert sem dögg á meiði,
djúp þín ljúfu brosin fín.
Er þá furða' að að sér seiði
okkur, mætust eyjan mín?
Öll nú eitt í einu skrifi
upp með húrra fyrir þér,
svo undirtaki í Kletti og Klifi
kveðjuhróp frá þér og mér.
Vestmannaeyjar lengi lifi,
lofaðar, sem verðugt er.

Högni Sigurðsson í Vatnsdal var barnakennari í Vestmannaeyjum árin 1904-1908. Hann fæddist 23. september 1874 að Görðum í Eyjum. Hann ólst upp í Boston til 19 ára aldurs. Hann var allæs 8 ára gamall, sem var óvenjulegt þá. Hann stundaði alls konar störf á unglingsárum, þangað til hann hóf nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Þaðan lauk hann kennaraprófi árið 1895. Barnakennslan var aðeins lítill hluti af því sem að hann tók sér fyrir hendur. Hann var í landbúskapi, útgerð og við íshúsvörslu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja. Högni var hagmæltur og gerði mikið að því að kveða ljóð. Hann samdi um margt og verður eitt kvæði birt hér til hliðar sem hann samdi um eyjuna.

Högni var hálfbróðir Einars ríka en þeir áttu sama föður. Sigurður faðir þeirra átti Högna í fyrra hjónabandi með Þorgerði í Skel.

Fyrri kona Högna hét Sigríður Brynjólfsdóttur og eignuðust þau 6 börn saman. Sigríður lést árið 1921, eftir 22 ára hjónband, einungis 44 ára. Rúmu ári eftir missinn, kvæntist Högni öðru sinni. Seinni kona Högna hét Guðný Magnúsdóttir. Eignuðust þau eitt barn, Hilmi. Högni lést 14. maí 1961, nær 87 ára að aldri.