Hólmfríður Guðmundsdóttir (Fagurlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. apríl 2013 kl. 10:40 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. apríl 2013 kl. 10:40 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Hólmfríður Guðmundsdóttir''' húsfreyja í Fagurlyst fæddist 1828 og lést 6. júlí 1866.<br> Faðir hennar var Guðmundur bóndi í Miðbæli u. Eyjafjöllum, f. 1786 á B...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hólmfríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Fagurlyst fæddist 1828 og lést 6. júlí 1866.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi í Miðbæli u. Eyjafjöllum, f. 1786 á Brekkum í Mýrdal, d. 3. apríl 1832, Vigfússon bónda víða, en síðast á Brekkum 1805-1807, f. 1759, d. 10. nóvember 1817 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, Ólafssonar bónda á Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 1724, d. 8. september 1805 á Ketilsstöðum, Alexanderssonar, og konu Ólafs Alexanderssonar, Hólmfríðar húsfreyju, f. 1728, d. 30. maí 1803, Hallgrímsdóttur.
Móðir Guðmundar í Miðbæli og kona Vigfúsar Ólafssonar var Guðfinna húsfreyja, f. 1761, Jónsdóttir í Nesi við Þjórsá Jónssonar.
Móðir Hólmfríðar og kona Guðmundar Vigfússonar var Margrét húsfreyja í Miðbæli u. Eyjafjöllum 1835, í öðru hjónabandi sínu, f. 18. mars 1790 í Eyvindarhólasókn, d. 14. júní 1869, Sigurðardóttir bónda á Rauðafelli undir Eyjafjöllum 1801, f. 1743, Einarssonar bónda á Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum, f. 1708, Sigurðssonar, og konu Einars á Miðeyjarhólmi, Oddrúnar húsfreyju, f. 1713, Ólafsdóttur.
Móðir Margrétar í Miðbæli og síðari konu Sigurðar á Rauðafelli var Halldóra húsfreyja, f. 1758 á Raufarfelli, Jónsdóttir, og konu Jóns, Margrétar húsfreyju, f. 1720, Eyjólfsdóttur.

Hólmfríður var sjö ára með móður sinni og stjúpa Sveini Sigurðssyni í Miðbæli undir Eyjafjöllum 1835, var 18 ára vinnustúlka í Ysta-Bæli þar 1845.
Hún var 23 ára þjónustustúlka í Júlíushaab- verslunarstað 1850, hjá Ingibjörgu Þorvarðardóttur og Christian Möller verslunarstjóra, (svo við manntal 1850, en annars nefndur Carl Ludvig Möller).
Við manntal 1860 er hún ekkja, húsfreyja í tómthúsinu Fagurlyst með börnin Friðstein Guðmund Jónsson og Pál Ingimundarson hjá sér. Þar er einnig Jón Ágrímsson fyrirvinna auk vinnukonu og niðursetnings.
Hólmfríður lést af sótt 6. júlí 1866 frá börnum sínum og Jóni, sem þá hafði kvænst henni.

I. Hólmfríður átti barn með Ingimundi Jónssyni bónda á Gjábakka. Barnið var:
1. Páll Ingimundarson á Gjábakka, f. 1854, d. 1902.

Hólmfríður var tvígift:
II. Fyrri maður hennar, (22. október 1856), var Þorsteinn Guðmundsson áður vinnumaður á Miðhúsum, síðar lausamaður í Grímshjalli, f. 11. apríl 1824, drukknaði í Höfninni 14. maí 1857 eftir tæpra 7 mánaða hjónaband.

III. Síðari maður Hólmfríðar var Jón Ásgrímsson frá Efri-Mörk á Síðu, f. 25. október 1829 í Efri-Mörk, d. 11. júní 1866.
Barn þeirra var:
2. Friðsteinn Guðmundur Jónsson stýrimaður, f. 27. ágúst 1859, d. 29. febrúar 1904.


Heimildir