Hálfdan Brynjar Brynjólfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hálfdan Brynjar Brynjólfsson frá Sléttaleiti við Boðaslóð 4, sjómaður, matsveinn fæddist 25. desember 1926 á Eskifirði og fórst með Helga á Faxaskeri 7. janúar 1950.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Einarsson frá Brekku í Lóni, A.-Skaft., skipasmiður, húsasmíðameistari, f. þar 7. júní 1903, d. 11. apríl 1996, og kona hans Hrefna Hálfdanardóttir Jónssonar frá Akureyri, f. 17. ágúst 1904 á Oddeyri þar, d. 8. júlí 1982.

Börn Hrefnu og Brynjólfs:
1. Hálfdan Brynjar Brynjólfsson sjómaður, f. 25. desember 1926, d. 7. janúar 1950, fórst með Helga VE 333. Kona hans Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, látin.
2. Gísli Hjálmar Brynjólfsson málarameistari, f. 10. ágúst 1929, d. 23. mars 2017. Kona hans Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, látin.
Barn Hrefnu og Ófeigs Eyjólfssonar:
3. Vilberg Lárusson á Egilsstöðum, vélgæslumaður, rafgæslumaður, f. 23. ágúst 1923, d. 4. ágúst 1988. Hann ólst up á Eskifirði hjá fósturforeldrum sínum, Lárusi Kjartanssyni og Þorbjörg Jóhannsdóttur í Byggðarholti, Eskifirði. Kona hans Soffía Erlendsdóttir, látin.

Hálfdan var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1933, bjó með þeim á Brekastíg 33 1934, á Hásteinsvegi 8 1940, á Sléttaleiti við Boðaslóð 4 1945 og 1949.
Hann var sjómaður, matsveinn, var matsveinn á Helga, er hann fórst 7. janúar 1950.
Þau Anna Sigríður giftu sig á gamlársdag 1949, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu á Sléttaleiti.

I. Kona Hálfdanar Brynjars var Anna Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1927, d. 29. desember 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.