Gísli Valtýsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2019 kl. 17:02 eftir Gisli (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2019 kl. 17:02 eftir Gisli (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

GÍSLI VALTÝSSON

Gísli Valtýsson er fæddur í húsinu Hergilsey, Kirkjuvegi 70 í Vestmannaeyjum, 27. febrúar 1946. Prentari og húsasmíðameistari. Foreldrar hans eru hjónin Erla Jóhanna Elísabet Gísladóttir, f.26. október 1927, húsmóðir og verkakona; og Valtýr Snæbjörnsson, f. 24. apríl 1923, húsasmíðameistari. 18.ágúst 1966 kvæntist Gísli Hönnu Þórðardóttur, föndurleiðbeinandi, f. 18. ágúst 1947. Börn þeirra eru: a) óskírð f. 12. janúar 1965, d. 13. janúar 1965; b) Erla, sjúkranuddari og skólaliði f. 2. ágúst 1969. Börn hennar og Óskars Arnar Ólafssonar eru Gígja og Birta; c) Hrund, hjúkrunarfræðingur, f. 13. júní 1974. Gift Guðmundi Óla Sveinssyni. Börn þeirra eru Gísli Snær, Nökkvi, Sindri og Tjörvi. d) Þóra, grunnskólakennari, f. 17. júní 1979. Gift Júlíusi Ingasyni. Börn þeirra eru: Arnar, Andri og Dís. Systkini Gísla eru: Friðbjörn Ólafur, f. 20. febrúar 1950, framkvæmdastjóri/húsasmíðameistari, kvæntur Magneu Traustadóttur, Valtýr Þór, f. 25. maí 1955, d. 1. desember 2002, verslunarstjóri/húsasmíðameistari, kvæntur Ingunni Lísu Jóhannesdóttur. Snæbjörn Guðni, tölvunarfræðingur, f. 31. ágúst 1958. Í sambúð með Valgerði Ólafsdóttur. Kolbrún Eva, f. 23. maí 1960, gift Birgi Þór Sverrissyni. Gísli gekk Barnaskólann í Eyjum, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Eyjum. Lærði prenlistina í Prentsmiðjunni Eyrúnu. Síðar lærði hann húsasmíði hjá Valtý föður sínum og starfaði síðan mörg ár sjálfstætt við smíðar, lengst af fyrir Hraðfrystistöð Vestmannæyja. Hann tók árið 1982 við sem ritstjóri eyjablaðsins Fréttir og síðar sem framkvæmdastjóri þess og prentsmiðjunnar Eyjaprent. Íþróttir hafa löngum haft mikil ítök í Gísla. Hann var kjörinn í stjórn Íþróttafélagsins Þórs árið 1964, þá sem gjaldkeri og þeim störfum gegndi hann fyrir félagið í um tvo tugi ára, auk margra annarra starfa sem falla til í íþróttafélagi. Hann var m.a. fjárhirðir á 16 Þjóðhátiðum Þórs. Árið 1993 var hann kjörinn í stjórn Íþróttabandalags Vestmannæyja, sem gjaldkeri og hafði þar hlutverk gjaldkerans í 14 ár. Eftir sameiningu íþróttafélaganna Þórs og Týs hefur hann tekið virkan þátt í ÍBV íþróttafélagi m.a. fjárhirðir þess félags á öllum Þjóðhátíðum þess. Árið 1991 gekk hann í Kiwanishreyfinguna og sem í öðrum félögu var hann kjörinn í stjórn Kiwanisklúbbisins Helgafell í Eyjum. Var m.a. þar gjaldkeri og forseti, og síðar svæðisstjóri hreyfingarinnar á Suðurlandi. Þegar árin fóru að færast yfir hann gekk hann í Félag eldri borgara í Eyjum, kom sér strax í stjórn þess félags og þá sem gjaldkeri.